Ekkert persónulegt en, kjóstu Vöku!

Á morgun er seinni kjördagur til stúdentaráðskosninga við Háskóla Ísland.

Ég mæli með því að þú, hafir þú á annað borð kosningarétt til þessara kosninga, kjósir Vöku.

Þetta gæti ég verið að segja af mörgum ástæðum. Til dæmis: Röskva er uppeldisstöð íslenskra vinstrimanna hvers stjórnmálaferil ætti að kæfa eins snemma og hægt er, að Röskva sé tækisfærissinnað apparat sem hvorki skannar inn gömul próf né skipuleggur rannsóknardaga því það er ekki augljóst kosningamál fyrir meðlimum þess, að augljóslega tekur Röskva heiðurinn fyrir góð störf annarra en sýnir litla getu til að byggja upp orðstír á eigin verðleikum, og svona má lengi telja.

Ég get hins vegar sagt fleira: Til dæmis það að stúdentafylkingar Háskóla Íslands eru skaðlegar fyrir íslenska skattgreiðendur (og þar með háskólanema til lengri tíma litið), að öflugir og háværir þrýstihópar innan ríkisrekinna stofnana eru duglegri en margir að eyða peningum skattgreiðenda í þeirri trú að einhver hafi hag af því þegar til lengri tíma er litið, og svona má lengi telja.

Mín staðfasta trú er samt að ef þú ætlar að kjósa til Stúdentaráðs Háskóla Íslands þá sé hið illskásta að kjósa Vöku, og að munurinn á illskásta kostinum og þeim næstskásta sé gríðarlegur. Meira að segja fyrir vinstrisinnaða stúdenta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband