Mun ríkisvaldið sakna skatta á tekjur einstaklinga?

Eftirfarandi tafla er fengin af vef fjárlagafrumvarpsins 2008:

Tafla 1

Rekstraryfirlit A-hluta

Rekstrargrunnur, m.kr.

Reikningur 2005

Reikningur
2006

Fjárlög
2007

Áætlun
2007

Frumvarp
2008

Skatttekjur

335.322

377.386

343.223

404.764

422.266

Skattar á tekjur einstaklinga

88.227

103.935

94.600

121.400

128.500

Samkvæmt þessari töflu gæti ríkisvaldið lagt niður alla skattheimtu á tekjur einstaklinga og eingöngu orðið af rúmum 40 milljörðum miðað við árið 2005 (sem er að stærðargráðu svipuð tala og tekjuafgangur ríkissjóðs í dag). Ekki tekið með í reikninginn eru gríðarlega jákvæð áhrif slíkrar breytingar á hagkerfið, og heldur ekki auknar tekjur af t.d. virðisaukaskatti auk þess sem fjármagnstekjuskattur mundi sennilega skila mun meira í ríkiskassann en nú er.

Mér finnst þetta vera magnað að sjá, og þá sérstaklega í ljósi nýgenginnar umræðu um einhverjar smábreytingar á persónuafslætti sem gagnast mjög fáum mjög takmarkað.

Takk fyrir ábendinguna Ingi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Karl Lúðvíksson

umm er það ekki 88.227 milljarðar ef ríkið leggur niður tekjuskatt, eða er ég með fjárlagalæsi á við gangstétt?

Sigurður Karl Lúðvíksson, 1.2.2008 kl. 15:20

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Mitt reikningsdæmi er a.m.k.:

Heildarskatttekjur í dag - skattar á tekjur einstaklinga í dag - heildarskatttekjur árið 2005

=

41,5 milljarðar

En af því ríkið blés út um tæpa 90 milljarða á þremur árum þá yrði afnám skatta á tekjur einstaklinga "dýrara" í krónum talið en þessi tala. Á móti kemur svo allt sem er ekki tekið með hérna: Aukin velta, meiri fjárfestingar, aukið neytendavald á kostnað lélegs kjósenda-skattgreiðendavalds, osfrv.

Geir Ágústsson, 5.2.2008 kl. 16:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband