Þriðjudagur, 29. janúar 2008
Einni snobb-sýndarleiks-ferðinni færra
Ólafur F. Magnússon virðist vera skynsamur maður. Hann hefur ákveðið að spara reykvískum útsvarsgreiðendum fyrsta farrýmis flugferð til Stokkhólms, auk dagpeninga í nokkra daga, á hitting þar sem borgarstjórar sýna sig og sjá aðra í sínu fínasta pússi, borga skattfjárgreiddan mat, drekka skattfjárgreitt áfengi og segja að lokum við blaðamenn að "mikill árangur" hafi náðst um "mikilvæg mál" sem á einhvern undraverðan hátt tengja íbúa norrænna höfuðborga saman en ekki íbúa annarra borga, smábæja og sveita á Norðurlöndum.
Hvað næst? Hluthafar Kaupþings að sætta sig við fyllerísferð forstjórans á ráðstefnu fyrirtækja á Norðurlöndum sem heita nafni sem byrjar á K?
Íslenskur pólitíkusar ættu að gera meira af því að segja nei við páfuglasýningum eins og þessari furðulegu "höfuðborgarráðstefnu". Hver einasti skreppingur af þessu tagi kostar líklega á stærðargráðunni 100-300 þúsund sem er hátt í mánaðarlaun hjá ákveðnum borgarstarfsmönnum. Miklu nær væri að hreinsa götur, passa börn eða kenna lestur í stað þess að senda íslenska pólitíkusa á fyllerí erlendis. Nú eða kannski lækka skatta sem nemur kostnaði við þetta bruðl! Já, jafnvel bara það!
Borgarstjóri ætlar ekki á höfuðborgarráðstefnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:23 | Facebook
Athugasemdir
Amen, og heyr, heyr! Gott hjá Ólafi.
Sindri Guðjónsson, 29.1.2008 kl. 21:26
Jón, góð athugasemd sem hittir beint í mark. Skamm, skamm Sjálfstæðismenn!
Stundum vildi ég óska þess að gagnrýni á bruðl með opinbert fé heyrðist stöku sinnum frá vinstrinu, án þess að virka alltof þversagnarkennd.
Geir Ágústsson, 29.1.2008 kl. 21:48
Fyndið hvernig málpípur sjalla tækla þetta mál
Jón Ingi Cæsarsson, 30.1.2008 kl. 07:31
Já og ekki má gleyma því að þeir senda þrjá í staðinn fyrir Ólaf. Og að segja að það hann vilji vera heima og vinna er fáránlegt þegar við vitum vel afhverju hann varamannalausi pólitíkusinn vill ekki fara! En finnst engum það skrítið að mogginn skuli ekki segja að Villi, Hann og Gunnar séu að fara, heldur setur þetta upp sem vinnugleði og fórnfýsi hjá Ólafi!
garun (IP-tala skráð) 30.1.2008 kl. 09:51
Svo virðist sem punktur minn með færslunni hafi farið ofan garðs og neðan (fyrst og fremst af því ég hafði ekki hugmynd um að tveir yrðu sendir í stað eins, enda kemur það ekki fram í sjálfri fréttinni).
Punkturinn er sá að stjórnmálamenn ættu að gera meira af því að hafna ríkisstyrktum fyllerísferðum til útlanda - þótt það sé í nafni fínnar ráðstefnu - og einbeita sér að vinnu sinni í staðinn.
Þá væri e.t.v. ekki þörf fyrir alla þessa varamenn, aðstoðarmenn, ráðuneytisstarfsmenn, ritara og blaðamannafulltrúa sem eru í fullu starfi við að vinna vinnu stjórnmálamannsins í fyllerísferðinni.
Geir Ágústsson, 30.1.2008 kl. 10:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.