Dæmigerð afstaða ríkiseinokunarfyrirtækis

Afstaða Seðlabanka Íslands í "evrumáli" Kaupþings kemur ekki á óvart. Þetta er dæmigerð afstaða ríkisrekins stjórntækis sem má heimfæra upp á jafnréttisstofur, samkeppniseftirlitið svokallaða og landbúnaðarráðuneytið. Einkaaðilar eru taldir vera ögra Kerfinu og við því þarf að bregðast.

Í Bandaríkjunum má finna hliðstætt dæmi um seðlabanka í baráttu gegn samkeppni um gjaldmiðla. Þar í landi hafa nokkrir framtaksamir einstaklingar stofnað mynt, Liberty Dollar, sem er bökkuð upp af silfri og gulli (sem sögulega hefur verið markaðslausn til að tryggja stöðugleika gjaldmiðils, og mun betri leið en bara loforð ríkisvalds að skatta megi alltaf innheimta).

Í fyrstu var bara um að ræða hálfgert áhugamál nokkura einstaklinga, en eftir því sem verðmæti hins bandaríska dollara hefur fallið (sem afleiðing peningaprentunar) þá hafa fleiri og fleiri ákveðið að eiga viðskipti með Liberty Dollar. Þetta hefur svo vakið athygli seðlabanka Bandaríkjanna sem í kjölfarið hefur reynt að stöðva útgáfu Liberty Dollar og jafnvel verið að gera þá upptæka!

Peningaútgáfa ríkisvalds í fjarveru gullfótar hefur verið áhugaverð tilraun sem nú hefur varað í nokkra áratugi. Margir spá því að senn sé þessi tilraun á enda og í staðinn muni traustir "harðir" gjaldmiðlar sem keppa við hvern annan aftur verða hið viðtekna. Ég vona það svo sannarlega. Á meðan þurfum við hins vegar að horfa upp á seðlabanka ríkisvaldsins verja sína verðlausu framleiðslu með kjafti og klóm.


mbl.is Seðlabanki andvígur evrubókhaldi fjármálafyrirtækja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

Þetta er hverju orði sannara hjá þér, Geir.

Ívar Pálsson, 12.1.2008 kl. 11:59

2 identicon

Ég er orðinn hræddastur um að þessi neikvæðni gagnvart KB-banka leiði til þess að þeir fari úr landi með bankann. Auk þess þurfa þeir að greiða hærra skuldatryggingaálag, að hluta til vegna þess að bankinn er Íslenskur. Þeir hljóta að vera að hugsa um hag bankans. Seðlabankastjórinn hefur meira að segja staðið persónulega fyrir áhlaupi á bankann, það hlýtur að vera geymt en ekki gleymt.

Ég held að þeir séu að vinna í þessu núna, og spurningin sé ekki lengur hvort þeir fara af landinu, heldur hvert skuli halda með bankann. Útfærslan á þessu gæti verið þannig að lítill banki sem þeir eiga fyrir, t.d. á Írlandi, gæti keypt KB-banka, og þannig væri allt komið burtu.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 12.1.2008 kl. 17:44

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Ógnvekjandi en því miður ekki fjarstæð framtíðarspá hjá þér Sveinn. Á tímabili leit út fyrir að Ísland væri að stefna í að verða eftirsótt fjármálamiðstöð á heimsmælikvarða. Núna stefnir í eitthvað allt annað. Ég hélt að það væri liðin tíð á Íslandi að skipta sér af vali íslenskra fyrirtækja á uppgjörsmynt. Núna lítur út fyrir að annað sé raunin.

Vonum að stjórnsýslan endurskoði hug sinn og hætti að blanda sér í rekstrarmál einstakra fyrirtækja, sama hversu illa það kemur sér fyrir ríkiseinokunina. 

Geir Ágústsson, 13.1.2008 kl. 05:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband