Föstudagur, 14. desember 2007
Sársaukafull lífskjaraskerðing almennings framundan? Nehhh...
Ég held að sama hvað pólitíkusar ræða sín á milli til að ganga í augun á Al Gore að þegar heim er komið munu þeir aldrei þora að leggja út í stórkostlega hækkun á orkukostnaði almennings og fyrirtækja í sínum ríkjum. Óttinn við atvinnuleysi eftir næstu kosningar er einfaldlega of mikill.
Ríkjum Evrópusambandsins hefur ekki tekist betur upp við að "hemja" losun CO2 en til dæmis Bandaríkjunum sem beita allt annarri nálgun (frjálst framtak og útbreiðsla orkusparandi tækni). Kolaverum sem er lokað í Vestur-Evrópu er mætt með auknum orkukaupum úr kolaverum Rússlands. Vindmyllurnar hafa lítið sem ekkert að segja.
Samningsviðræður dagpeninga-launaðra stjórnmálamanna sem fljúga í einkaflugvélum og ganga um í dýrum jakkafötum vekja tvímælalaust upp ákveðinn ugg hjá mér. Þegar heim er komið munu þeir eyða örlitlu meira af fé skattgreiðenda í vindmyllur og e.t.v. leggja á aukaskatt á hvers konar orkunotkun. Dramatísk árás á lífskjör almennings mun hins vegar seint sýna andlit sitt, og þar með munu öll fyrirheitin um "takmörkun á losun" CO2 falla dauð til jarðar (eins og frægt er orðið um Kyoto-samkomulagið).
Góður árangur í viðræðum á Balí | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.