Samkeppniseftirlitið skikki Iceland Express og Iceland Air til að hækka verð sín

Hér er fætt dæmigert verkefni fyrir hið svokallað samkeppniseftirlit (gamla Verðlagsnefndin í nútímalegum búning). Nú fækkar rekstraraðilum á flugleið, og þar eð samkeppnishugtakið er oft (ranglega) skilgreint sem "fjöldi aðila á tilteknum markaði" þá liggur í augum uppi að Iceland Express og Iceland Air þurfa að hækka verð sín til að tryggja afkomu British Airways. Ekki satt?

Kannski menn hugsi sig tvisvar um áður en talað er um "samráð" og "launráð gegn neytendum" þegar um er að ræða starfsemi á opnum samkeppnismarkaði. Kannski menn byrji að endurskoða samkeppnishugtakið, hætti að skilgreina það út frá fjölda fyrirtækja á markaði og byrji að hugsa það sem aðgengi að markaði. Hver sem er sem á flugvél og hefur tilskilin leyfi getur hafið áætlunarflug til og frá Íslandi. Hver sem er getur opnað búð eða heildsölu með matvöru, skófatnað eða heimilistæki á Íslandi. Allt tal um "samráð" og "svikamyllu" er tómahljóð eitt.

Hinu er ekki að neyta að ríkið gerir stofnun reksturs á ýmsum sviðum erfiðan með hafsjó reglugerða og skilyrða, auk skatta og skylda. Stundum er beinlínis bannað með lögum að stofna til samkeppnisreksturs og þá er yfirleitt um að ræða rekstur sem ríkið sinnir að einhverju leyti.

Engan skal undra að t.d. heilbrigðisgæsla og leikskólarekstur vex í kostnaði á hverju ári enda um að ræða ríkisrekna einokunarstarfsemi í öllum helstu meginatriðum. Gremjan sem olíu- og tryggingafélög uppskera oftar en ekki er í röngum farvegi og á að beinast að þeim sviðum þar sem skortur á samkeppni og vaxandi verðlag er heimatilbúið vandamál.


mbl.is BA hættir flugi til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingi B. Ingason

Signý Halldórsdóttir getur klárlega leyst þetta allt.....jú eða bara Daníel Hansen.

Ingi B. Ingason, 26.11.2007 kl. 23:28

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Slembinn, góð hugmynd með heilbrigðiskerfið! Hugmynd að byrjun væri að líta til Sviss sem gott fyrsta markmið.

Annars sé ég ekki hvernig tal um "samþjöppun hinna stóru" á við um British Airways (versus Iceland Air/Express) sem taldi íslenskan markað einfaldlega vera of dýran og harðan til að bera sig.

Geir Ágústsson, 27.11.2007 kl. 06:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband