Er Stefán Ólafsson svona lengi að skrifa bækurnar sínar?

Framleiðni er vissulega góður eiginleiki starfsmanns. Mikil verðmæti á stuttum tíma - þetta vilja allir, bæði starfsmenn og atvinnurekendur. Hins vegar ber að varast að sýna oftrú á talnaleikfimi, og þá sérstaklega þeirri sem ber saman ólík hagkerfi án þess að leiðrétta fyrir ýmsum mismun.

Í Frakklandi, Þýskalandi og Svíþjóð, svo dæmi séu tekin, er atvinnuleysi mikið. Sérstaklega gildir þetta um ungt fólk, ófaglærða og innflytjendur. Ástæðan er ekki sú að það vanti verkefni heldur sú að lög og reglur gera ráðningu þessa fólks mjög dýra miðað við þau verðmæti sem því tekst að skapa. Oft er fyrirtækjum einnig gert erfitt fyrir þegar kemur að því að reka starfsfólk þegar harðnar í dalnum. 

Í stað þess að ráða "jaðar"hópana til að sinna verðminni störfunum þá er einfaldlega reynt að minnka þörfina fyrir þau eða fá þau unnin eftir krókaleiðum. Sum má til dæmis senda til útlanda þar sem starfsfólk er ódýrara. Einnig að ráða á formi tímabundinna samninga sem gjarnan eru taldir sem störf til að fegra atvinnuleysistölur, en sennilega mundu fáir Íslendingar telja sig vera í fastri vinnu þótt samningur upp á 6 mánaða verkefnavinnu væri til staðar.

Á Íslandi er auðvelt að ráða og reka og oftar en ekki ágætur sveigjanleiki til að semja um laun. Á Íslandi vinna innflytjendur og unglingar daginn út og daginn inn við störf sem skila ekki miklum verðmætum á tímann (t.d. fiskvinnslu, aðhlynningarstörf, hreingerningar), en skila svo sannarlega verðmætum til lands og þjóðar.

Frekar að ásaka þetta fólk um að draga niður tölfræði Stefáns Ólafssonar á að fagna því að Ísland hafi pláss fyrir aðra en bara þá allrafærustu og framleiðnustu, og geri ekki atvinnuleysi að augljósasta kosti þeirra sem eru að byggja upp reynslu, þekkingu og færni á atvinnumarkaðinum. 


mbl.is Höfum of mikið fyrir lífsgæðunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband