Ríkisafskipti bakdyramegin

Hiđ íslenska ríki hefur á undanförnum árum áttađ sig á ţví ađ opinberlega skipađir og ábyrgđarlausir embćttismenn eru ekki hiđ fullkomna hráefni í rekstrarađila fyrirtćkja. Einkavćđingar og skattalćkkanir eru til marks um ţann skilning.

Ríkisvaldiđ hefur á móti komist ađ ţví ađ beint eignarhald er ekki endilega nauđsynlegt til ađ stjórna öllu ţví sem fer fram í frjálsum samskiptum og viđskiptum. Hafsjó allskyns jafnréttis- og samkeppnislaga streymir nú frá eirđarlausum stjórnmálamönnum sem vilja halda starfsfólki sínu uppteknu ella eiga á hćttu á ađ missa ţađ í uppsagnir og flutninga. Ekki urđu Vesturlönd rík á ţví ađ ţvinga fyrirtćki til ađ verđleggja jafnhátt og önnur (eđa hćrra, eđa lćgra, eftir ţví hvađ kallast "samráđ" eđa "misnotkun markađsráđandi stöđu" hverju sinni). Ekki urđu konur ađ meirihluta íslenskra háskólanema í gegnum löggjöf. Ísland var áđur fyrr kaffćrt í danskri löggjöf. Ţegar ţví sleppti tóku góđir tímar viđ. Á nú aftur ađ kaffćra íslenskri árćđni og dugnađi í tilgangslausri en tíma- og fjárfrekri eftirlits- og yfirumsjónarlöggjöf?

Burt međ hiđ nýja frumvarp um sósíalisma bakdyramegin! Á ţví ţarf Ísland svo sannarlega ekki ađ halda! 


mbl.is Samtök atvinnulífsins gagnrýna jafnréttisfrumvarp harđlega
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Einföld spurning: Hvađ á ađ gera ţegar hinum frjálsa markađi mistekst? 

Nema ađ heittrúuđum mislíki sú stađhćfing ađ markađurinn sé ekki upphaf og endir alls? Ađ lögmál hans séu ekki 'guđleg' eđa vald hans komiđ beint ađ ofan líkt og konungar héldu fram til forna til ađ rökstyđja alvald sitt, heldur sé markađurinn mannanna verk og ađ í honum birtist ójöfnuđur sem borin er uppi af einskćrum fordómum - jafn ţrálátum og inngrón tánögl.

Hvađ skal ţá til bragđs taka?

Ţađ eru engin náttúrulögmál ađ verki hér, heldur hvimleiđur kerfisbundinn ójöfnuđur byggđur á úreltum hugsunahćtti íhaldsins.

Hvađ leggur ţú til í jafnréttismálum? (Ég gerist svo krćf sem 21. aldar kona ađ gefa mér ţađ ađ karlmenn vilji jafnrétti fyrir konur sínar, dćtur og mćđur).

Gústa (IP-tala skráđ) 23.11.2007 kl. 19:23

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Um leiđ og ţér finnst ţér hafi mistekist í heiđarlegum viđskiptum ţar sem enginn ţvingađi ţig til eins né neins ţá segiru bara til og ég skal reyna ráđleggja ţér til betri vegar.

Ţar til ţú gefur út slík skilabođ ţá held ég ađ mér höndum og ráđlegg löggjafa og lögreglu ađ gera slíkt hiđ sama. 

Geir Ágústsson, 23.11.2007 kl. 19:33

3 identicon

Gústa talar um ađ hinum frjálsa markađi hafi mistekist.  Hvađ hefur markađnum mistekist?  Árlega berast ca. 10 kćrur til úrskurđarnefndar jafnréttisráđs og í um 2-3 málum á ári er niđurstađan ađ jafnréttislög hafa veriđ brotin.  Af ţessum ca. 200.000 störfum í landinu eru 2-3 tilvik á ári dćmi um ađ markađnum hafi mistekist?  Er ţađ ekki miklu eđlilegra ađ draga ţá ályktun ađ meintur launamunur er bara órökstudd ţvćla og leikur ađ tölum einhverra sem hafa atvinnu, eđa pólitískan frama af ţví ađ slá um sig međ órökstuddum gífuryrđum um ótéttlćti og kúgun? 
Í mínum huga er svariđ augljóst.  Ţađ hefur aldrei veriđ fćrđar sönnur á ađ launamunur verđi skýrđur međ kyni, end of story.

Ţađ er hinsvegar enginn skortur á vitleysingjum sem grípa á loft fáránlega statistík úr illa unnum launakönnunum og slá sig til riddara í fjölmiđlum og á Ţingi í ţeirri von ađ meirihlut ţjóđarinna sé allavega jafn vitlaus eđa vitlausari en ţeir.  Ţar fara fremstir í flokki pólitíkusar og framámenn í launţegasamtökum.

Bjarni (IP-tala skráđ) 23.11.2007 kl. 22:52

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband