Dropi í haf tilgangsleysis!

Eltingaleikur lögreglu viđ kannabisrćktendur, og tilheyrandi vanrćksla lögreglu á eltingaleik viđ ofbeldismenn og ţjófa, er ađ nálgast stig fáránleika. 

Sumir vilja meina ađ viđ eigum ađ "taka hart á fíkniefnasölum" af ţví fíkniefni eru slćm og frambođ ţess ţarf ađ stöđva (á međan eftirspurn verđur ekki stöđvuđ).

En til hvers? Af hverju ekki ađ láta frjáls viđskipti međ eiturlyf afskiptalaus? Til dćmis vćri hćgt ađ gera ţau lögleg međ öllu og hafa ţannig hefđbundiđ eftirlit međ ţeim, svona eins og haft er međ sölu tóbaks og áfengis og gosdrykkja og dömubinda.

Ţađ ţýđir ekki, segja spekingarnir, af ţví ţá er veriđ ađ senda sauđsvörtum almúganum einhvers konar "skilabođ". Sennilega vilja ţessir ađilar ţá meina ađ af ţví sala gosdrykkja er heimil ţá séu hinir háu og heilögu stjórnmálamenn ađ "senda skilabođ" um ađ gosdrykkjaţamb eigi ađ iđka af öllum Íslendingum. Er ţađ raunin?

Bull og vitleysa allt saman. Viđ höfum sennilega flest prófađ ađ reykja jónu eđa a.m.k. veriđ viđstödd slíka iđju án ţess ađ tilkynna hana til lögreglu. Međ ţví ađ ţrýsta verđi á kannabis upp (međ ţví ađ minnka frambođiđ) er í besta falli veriđ ađ gera önnur og sterkari fíkniefni samkeppnishćf í verđi. Međ ţví ađ minnka frambođ kannabisefna er sölu og dreifingu ţess ýtt í fćrri hendur á markađinum (svarta), og ţađ dregur úr markađsađhaldi međ gćđum, hreinleika og verđlagi vörunnar.

Lögregluţjónar - biđliđ til stjórnmálamanna um ađ fá leyfi til ađ einbeita ykkur ađ ofbeldisglćpum og ţjófnuđum. Tíma ykkar yrđi mun betur variđ ef ţiđ mćttuđ ţađ!


mbl.is Umfangsmikil kannabisrćktun upprćtt í Hafnarfirđi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ţetta er vitnisburđur um ţau vinnubrögđ, sem viđ eigum von á og eru fyrst og fremst til ađ minna okkur á ađ stóri bróđir er ađ fylgjast međ okkur en ađeins aukatriđi ađ fást viđ fíkniefnaútbreiđslu.  Ég minni á ţađ "Patriot act" frumvarp, sem Björn Bjarna er ađ keyra í gegn og er til ţess falliđ ađ trođa á mannréttindum og eyđa stjórnarskrárbundnum rétti fólks.

Ţessi vćnisjúki lögguleikur er kominn út í öfgar og tími til kominn ađ sporna viđ.

Jón Steinar Ragnarsson, 20.10.2007 kl. 17:39

2 identicon

Ef ađ fleiri hugsuđu svona ţá vćri betra stađa í ţjóđfélaginu okkar, stríđ gegn almennum borgurum skilar engu nema víđtkćkari undirheimum.

BJ (IP-tala skráđ) 20.10.2007 kl. 22:02

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband