Samfylkingin fær nú tækifæri til að taka til eftir sig

R-listinn notaði hart nær allan valdatíma sinn til að horfa á biðlista lengjast, skuldir vaxa og halla á hefðbundnum rekstri borgarinnar verða til og vaxa. Eitt ár með Sjálfstæðismönnum dugði ekki til að hreinsa upp áratug af sjóðasukki og vanrækslu. Samfylkingin tekur því við borginni nánast eins og hún skildi við hana (að því ógleymdu að rólóvellir voru opnaðir aftur af Sjálfstæðismönnum, en fá væntanlega að lokast aftur).

Ef einhver vill sjá hvernig Sjálfstæðismenn reka sveitarfélag þá þarf ekki að líta langt. Seltjarnarnes er nú rekinn með myndarlegum afgangi þrátt fyrir lækkanir á álögum sveitarfélagsins á borgara sína (sem þýðir væntanlega áframhald á sömu braut!). Útsvarið á Seltjarnarnesi er það lægsta á höfuðborgarsvæðinu og þótt leitað sé lengra (og eingöngu annar Sjallabær, Garðabær, kemst nálægt því að bjóða betur). Engu að síður er verið að eyða 370 milljónum á ári í endurnýjun og framkvæmdir vegna skóla, gatna og þess háttar.

Oddný, til hamingju með nýja starfið. Ég hef hins vegar enga trú á þér eða félögum þínum í hinum nýja meirihluta í Reykjavík. Reykjavík vantar ekki enn eitt vinstritímabil getuleysis í borgarstjórn heldur sterkan og ákveðinn borgarstjóra úr Sjálfstæðisflokknum - einhvern með eitthvað annað að bjóða en áratugi af reynslu í opinberri stjórnsýslu, og einhvern sem skortir óþol gegn spilakössum, fólki í fullorðnismyndaiðnaðinum og kældum bjór!


mbl.is Oddný Sturludóttir formaður menntamála í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband