Af hverju er ljóst að OR verði áfram handbendi stjórnmálamanna?

"Þá sagði Geir ljóst, að ekki stæði til að einkavæða Orkuveitu Reykjavíkur."

Er það ljóst? Hvers vegna? Af hverju ekki? Hvenær var þetta gefið út? Hversu lengi á að leyfa stjórnmálamönnum að hringla með tugmilljarða fyrirtæki sem á hvergi betur heima en í höndum gallharðra viðskiptamanna?

Íslenskir vinstrimenn mala nú gull á hlutabréfum lífeyrissjóða sinna í hinum nýfrjálsu bönkum. Bankarnir stunda gríðarlega útrás út um allan heim og minnka í sífellu þann hluta hagnaðar síns sem er upprunninn í viðskiptum á Íslandi. Allt eru þetta góð tíðindi fyrir íslenska lífeyrissjóðs- og hlutafjáreigendur.

Almenningur getur heldur ekki kvartað. Hvar annars staðar í heiminum geta 300 þúsund hræður valið á milli þriggja alhliða viðskiptabanka (sem sennilega mun fjölga á næstu misserum), ógrynni fjárfestingarbanka og aragrúa sparisjóða? Já, og það þótt einokunarmynt Seðlabanka Íslands sé ennþá val meirihluta landsmanna, og þótt stýrivextir á henni hlaupi á annan tug prósenta.

Sömu sögu og sögð er um bankana í dag mætti hæglega ímynda sér sagða um íslensk orkufyrirtæki. Enginn hefur hugmynd um þá vaxtamöguleika sem hugsanlega bíða þeirra á meðan þeim er haldið í gíslingu hins opinbera á Íslandi (ríkis og sveitarfélaga).

Ég vona að nafni minn Haarde hafi kolrangt fyrir sér, og að í skúffum borgarstjóra liggi leynilegar áætlanir um einkavæðingu Orkuveitu Reykjavíkur.


mbl.is Orkulindirnar ekki endilega andlag einkavæðingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Geir,

Ég persónulega kýs frekar að hafa pólitískar linkindur hrærandi með prik í rassinum á mér heldur en gallharða viðskiptamenn með djúpbora. Ég sé þann kost við að hafa þetta á snærum hins opinbera að ég þarf ekki að borga jafn mikið og ef þetta væri í höndum viðskiptamanna. Hvað bankana varðar, þá get ég t.d. ekki séð að nokkuð hafi lækkað gagnvart landsmönnum. Jafnvel þótt svo að kostnaðurinn sé veginn með kjörum. Þessir gallhörðu viðskiptamenn tóku íslensku þjóðina vel í rassinn þar. Sumir fengu samt vaselín.

kristinn (IP-tala skráð) 9.10.2007 kl. 14:53

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Þú ert fyrsta skjalfesta heimild mín um nokkurn (f. utan Ögmund Jónasson) sem (a.m.k. óbeint) ert að leggja til ríkisreksturs á bönkum aftur - afturhvarf til hinnar horfnu gullaldar ríkisráðinna seðlabankastjóra.

Annars er lítið sem ég get svarað fyrir hérna. Þú getur "ekki séð" að galopinn samkeppnismarkaður freisti þín til að svo mikið sem íhuga bankaskipti (verandi fórnarlamb gallharðrar rassareiðar í þínum banka) og ég segi bara: Þú um það.

Geir Ágústsson, 9.10.2007 kl. 15:16

3 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Það hefur vakið athygli mína, að stjórnmálamennirnir tala um verðmæta-aukningu orkufyrirtækjanna eins og þeir hafi skapað hana. Ég hef staðið í þeirri trú að það væru verkfræðingar og aðrir starfsmenn sem hafa skapað þessi verðmæti.

Stjórnmálamenn eru þekktir fyrir annað en skapa verðmæti, nefnilega að eyða verðmætum. Hvers vegna ættu stjórnmálamenn því að fylgja eftir útrás orkufyrirtækjanna, með setu í stjórnum þeirra ? Er ekki viðfangsefnið fólgið í að koma saman þeim sem kunna að beitsla orku og þeim sem kunna á fjármál ?

Þau rök að orkufyrirtækin kunni að hækka í verði og verðmæta-aukningin eigi að koma beint og strax í vasa borgaranna eru fáránleg. Reykjavíkurborg getur eins keypt miða í Víkingalottóinu. Mér skilst, að þar sé mögulegt að fá stóra vinninga. Með skattheimtu af allri veltu í samfélaginu, endar allt fjármagn hjá hinu opinbera. Ég endurtek: "hver einasta króna sem velt er í hagkerfinu endar öll hjá ríkinu".

Loftur Altice Þorsteinsson, 9.10.2007 kl. 17:08

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Þegar stjórnmálamaður hefur skattlagt og notað afraksturinn til að byggja brú þá getur hann hrósað sér fyrir framkvæmdina.

Þegar skattborgarinn getur ekki lagt fé í sparnað vegna skattheimtunnar þá er enginn stjórnmálamaður nærri til að hugga hann.

Það að hrósa sér fyrir hið sýnilega og gera sér ekki grein fyrir því hvað hefði orðið til í fjarveru afskiptanna er sennilega kennt á námskeiði fyrir nýkjörna stjórnmálamenn.

Geir Ágústsson, 10.10.2007 kl. 15:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband