Ég vona að hún meini ekki orð af þessu!

Condoleezza Rice er vonandi bara að smjaðra fyrir tískufyrirbrigði núna ("loftslagsbreytingar af mannavöldum"). Vonandi hefur hún ekki fallið fyrir eilífu sjónarspili fjölmiðla og vísindamanna á ríkisspenanum sem fá styrki í réttu hlutfalli við fjölda hörmunga sem þeir spá fyrir um. 

Bandaríkjamenn hafa farið mun rólegar í að hella sandi á efnahagskerfisvélina en mörg önnur ríki. Skattbyrðin og reglugerðafarganið er vissulega stíflandi, en það er þó stíflað af allskyns öðrum ástæðum en þeirri að gera of mikið úr áhrifum einnar minniháttar gróðurhúsalofttegundar á loftslag jarðar. 

Bandaríkjamenn hafa að vísu ekki alveg haldið sig frá "aðgerðum" gegn aukningu koltvísýringsútblásturs en vilja frekar gera það með tækniþróun en ríkisforsjá, t.d. í samstarfi við Kína, Indland og aðra vaxandi iðnaðarrisa. Það virðist hafa virkað ágætlega á meðan Kyoto-ríkin eru fjær því en nokkru sinni að ná sínum "markmiðum" (t.d. Kanada og Bretland þar sem Tony Blair hefur lofað öllu fögru svo árum skiptir).

Ætli ein ástæðan fyrir aukningu CO2-útblásturs í Evrópu sé aukin áhersla á lífræna ræktun? Svo sannarlega væri það skondið áfall fyrir sjálfsupptekna, snobbaða og hrokafulla menningarelítu gamla heimsins!


mbl.is Rice segir Bandaríkjamenn taka gróðurhúsaáhrifin alvarlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

Ágæt ábending, Geir og greinin um fjölmiðla sem fylgir. Þessi hitabisniss er að verða sá stærsti í heimi og auðveldast að ná fólki saman um þetta í pólítík með 70-80% fylgni á Vesturlöndum. Potturinn eykst í þessum póker. Rice fór í vopnasöluleiðangur síðast en er núna að styðja amerísk heimsfyrirtæki í því að útvega kvóta fyrir desember- úthlutunina miklu sem er framundan. Hún verður að vinna fyrir þá sem greiða henni kaupið! Runni og co eru ekki að linast, heldur harðna.

Ívar Pálsson, 27.9.2007 kl. 16:56

2 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Því miður meinar Condoleezza hvert orð sem hún segir um Global Warming. Hún tekur málið mjög alvarlega, eins og greinilegt er af myndinni. Hefur nokkur séð alvarlegri utanríkisráðherra ?

Loftur Altice Þorsteinsson, 27.9.2007 kl. 19:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband