Þriðjudagur, 11. september 2007
Er mikill munur á ríkisrekstri og einkarekstri?
"Þegar allt kemur til alls þá er munurinn á opinberum rekstri og einkarekstri ekki svo mikill þegar kemur að því að greiða fyrir varning og þjónustu. Munurinn er fyrst fremst sá að í tilviki ríkisreksturs er um lögvarða einokun að ræða, en í tilviki einkareksturs snýst allt um að sinna viðskiptavinum sínum og skjólstæðingum, ella sjá á eftir þeim til keppinauta um tíma þeirra og fé."
Þetta er mitt svar við spurningunni: Er mikill munur á ríkisrekstri og einkarekstri?
Nánar hér.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Gleymdu ekki Geir að á Íslandi er til aðferð sem er pólitísk vernd sem er áþekk mafíustarfsemi.
Þórbergur Torfason, 11.9.2007 kl. 21:29
Góður punktur. Hvernig losnum við við hana?
Geir Ágústsson, 11.9.2007 kl. 21:52
Það er mjög góð spurning. Við sjáum hvað þrælavinnuverndarstofnunin hefur EKKI verið að aðhafast sem henni ætti þó að bera að gera. Er hægt að útskýra það á annan hátt en að þarna sé pólitísk yfirhylming með misyndismönnum á vinnumarkaði. Ég er ekki trúaður á að við losnum við þessa óværu þó framsóknarflokknum verði eytt út úr þeirri stofnun. Ég verð að segja alveg eins og ég hugsa. Þetta lyktar mjög stækt af MÚTUM. Ég neita að trúa því að verkalýðshreifingin á Íslandi sé svo liðónýt að eftir þúsundir ábendinga skuli ekkert hafa gerst fyrr en Jóhanna hóf upp raust sína. Svo mikið er víst að ekki verður henni mútað. þó hef ég aldrei verið krati.
Þórbergur Torfason, 11.9.2007 kl. 23:06
Sammála, ég held að Jóhanna standi sína vakt.
Theódór Norðkvist, 11.9.2007 kl. 23:33
Þetta er mjög sértækt dæmi. Hvernig ætlaru að losna við pólitíska yfirhylmingu og pólitísk afskipti yfirleitt? Er endalaust hægt að finna framsóknarmenn til að skella skuldinni á eða gæti verið að tilhneigin ríkisins til að vernda innvígða opinbera starfsmenn liggi dýpra í eðli hins opinbera?
Það er mín hugsun. Að skvetta drullu á Framsóknarflokkinn er orðin leiðinleg leikfimi.
Geir Ágústsson, 12.9.2007 kl. 08:26
Það er bara ekki hægt að reka ríkisbatterí á hagkvæmasta hátt, t.d. að reka fólk sem er ekki að skila sínu, heldur bara að halda vatni. Einn nákominn mér tók við ríkisbatteríi sem var tréhestur, en um leið og það varð hlutafélag í einkaeigu var hægt að reka fól almennilega og reksturinn tók kipp til hins betra og allt annar andi. Eins og svart og hvítt.
Ívar Pálsson, 12.9.2007 kl. 14:11
Skemmtileg villa hjá mér, átti að vera að reka fólk almennilega, en það á náttúrulega sérstaklega við um fól!
Ívar Pálsson, 12.9.2007 kl. 14:27
Ívar, þú verður að kveða fastar að. Allir geta sagt, "ólyginn sagði mér". Komdu með nafnið á stofnuninni sem varð fyrirtæki.
Geir, þetta er reyndar ekki mjög sértækt dæmi. Staðreyndin er sú að á síðustu 20 árum og jafnvel lengur, er það þekkt og margviðurkennd aðferð, að fá erlenda verkamenn til vinnu, vista þá á vinnustað í fæði og húsnæði upp á 40- 80% af launum sem þýðir að greidd laun eru svíðandi lág. Ég veit að þú veist þetta eins og allir sem eitthvað hafa spegúlerað í í vinnumarkaðnum eftir að hlandbruninn greri á rassinum. Þar er ekki um að ræða pólitíska yfirhylmingu að öðru leyti en því að þessir verkamenn hafa ekki borið fram kvörtun opinberlega og þar af leiðandi hefur enginn verið til að taka opinberlega málstað þeirra. Hins vegar hefur gengið á ýmsu undanfarin 4-5 ár og mýmargar kvartanir orist ÖLLUM sem eittvað hafa um atvinnurétt og laun að gera. Eins og við vitum er það skylda Vinnumálastofnunar að kanna til hlýtar allar ábendingar og kvartanir sem berast. Hvað gerist? Jú Vinnumálastofnun gerir akkúrat EKKERT fyrr en við liggur að alþjóðlegt hneyksli banki upp á hjá henni. Hver er ástæðan fyrir því? Jú þar er einfaldlega um að ræða pólitískan aumingjaskap manns sem er ennþá í felum í frumskóginum og veit ekki að styrjöldinni er lokið. því segi ég svei attan og rekum þennan mann á stundinni, hann er alls ekki að vinna fyrir laununum sínum. Já því miður virðist endalaust hægt að finna fáráðlinga ráðna af framsókn.
Þórbergur Torfason, 12.9.2007 kl. 22:00
Hvaða væl er þetta? Það þarf mikið til að menn færi sig um set frá heimalandi sínu til að koma hingað að vinna. Það þarf enginn að segja mér að þessir menn séu ekki hérna af fúsum og frjálsum vilja. Hingað kemur erlent vinnuafl til að hafa það betra en það hafði það í sínu heimalandi. Auðvitað lækka laun manna þegar framboð af vinnuafli er nóg en að sama skapi geta þeir sem selja hæfileika sinn á tíma, farið fram á hærri laun þegar eftirspunin er meiri en farmboðið.
Af hverju þarf eftirlit með því hvað gengur kaupum og sölu?
Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 13.9.2007 kl. 14:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.