Margir tímar borga meira en fáir tímar

Það skiptir engu máli í hvaða flokka fólk er flokkað - launamunur á milli þeirra mun alltaf mælast. Vinsælasta flokkunin er vitaskuld kynjaflokkunin, og viti menn - í öðrum hópnum eru einstaklingar sem að jafnaði vinna lengur og eru reiðbúnari til að fórna einkalífi fyrir vinnuna frekar en einstaklingar í hinum hópnum. Það skiptir hreinlega engu máli hvað er gert - á meðan almennur smekkur annars hópsins hneigist í átt að styttri vinnudegi og meira fjölskyldulífi þá munu "heildarlaun" mælast hærri hjá hinum hópnum!

Þeir eru nú samt til sem vilja ekki að vinnuframlag endurspeglist í launum. Þeir eru til sem vilja að laun fari eftir einhverju öðru en viðveru og ábyrgð á vinnustað, til dæmis kynferði! Þeir eru til sem vilja horfa framhjá öllu sem er raunverulegt og einblína á ímyndaða mismunun sem gölluð tölfræði er túlkuð vitlaust til að sýna fram á.

Megi þeim sem hugsa órökrétt og rangt vegna sem verst í baráttu sinni gegn frjálsu fyrirkomulagi á markaði! 


mbl.is Félagskonur SFR með 25% lægri heildarlaun en karlar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ellý

Það er nú yfirleitt reiknað með yfirvinnu þegar þetta er skoðað þannig að hún kemur málinu ekkert við.

Ellý, 12.9.2007 kl. 06:53

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Gildir einu hvað var og var ekki reiknað. Málið er að samanburður á heilu hópunum af fólki, þar sem innbyrðis einstaklingar hvers hóps eru eins ólíkir að öllu leyti og þeir eru margir, er marklaust uppfyllingarefni á fréttasíður.

Geir Ágústsson, 12.9.2007 kl. 11:28

3 Smámynd: Ellý

Þannig að þér þykir það hvorki fréttnæmt né athugavert að konur eru að jafnaði með lægri laun en karlmenn, jafnvel í þeirri aðstöðu þar sem þær vinna sömu vinnu, jafnlengi og með sömu ábyrgð?

Ellý, 12.9.2007 kl. 11:48

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Ekki frekar en að fréttir af því að hávaxnir og/eða myndarlegir fá hærri laun en lágvaxnir og ófríðir, giftast oftar, eiga fleiri börn, hafa hærri laun osfrv. - allt eitthvað sem svokallaðar "launakannanir" hafa sýnt fram á.

Það er einfaldlega ekkert hægt að vita um stöðu hvers og eins með því að horfa á stóra hópa. Einstaklingar eru í einstökum aðstæðum, hver einn og einasti. Hjarðflokkun á fólki í allskonar hópa segir e.t.v. eitthvað um samfélagsgerðina, en ekkert um stöðu hvers og eins. Þú getur t.d. sagt ýmislegt um laun karlmanna á aldrinum 25-30 ára með háskólagráðu og vinna verkfræðistörf, en þú veist ekkert um mín laun.

Geir Ágústsson, 12.9.2007 kl. 12:14

5 Smámynd: Ellý

Laun og gifting eru ekki á sama mælikvarða og mér þykir það undarlegt að þú berir það að jöfnu. Ef lágvaxinn og ófríður maður vinnur sömu vinnu og hávaxni og myndarlegi félagi hans, jafnlengi og jafnvel, þá eiga þeir að fá sömu laun fyrir verkið. Auðvitað spilar margt inní og erfitt verður að fá nákvæmar tölur á meðan launin eru svona mikið "leyndó", en þetta er viðvarandi vandamál sem ætti að koma við kaunin á þér.

Ellý, 12.9.2007 kl. 12:53

6 Smámynd: Geir Ágústsson

"Ef lágvaxinn og ófríður maður vinnur sömu vinnu og hávaxni og myndarlegi félagi hans, jafnlengi og jafnvel, þá eiga þeir að fá sömu laun fyrir verkið."

Hér vantar: "...að ÞÍNU mati."

Laun eiga að fara eftir einu og eingöngu eigu: Samkomulagi milli launagreiðanda og launþega. Þú getur vitaskuld hafið sjálfa þig yfir þau samskipti og sagt að þú vitir betur og hafir réttar fyrir þér en hlutaðeigandi aðilar, en vinsamlegast ekki kalla það vandamál neins nema þinnar sjálfrar.

Geir Ágústsson, 12.9.2007 kl. 12:57

7 Smámynd: Ellý

Það væri gaman(?) að sjá hvernig þjóðfélagið funkeraði ef þú fengir þínum vilja framgengt. Athyglisvert, allavegna. 

Ellý, 12.9.2007 kl. 19:47

8 Smámynd: Geir Ágústsson

Ég veit ekki hvernig þú komst á núverandi launastig, en á einhvern hátt fór það eftir þér en ekki kynferði þínu, fordómum eða losta til að stjórna launaviðtölum annarra. Svo ég mundi segja að svona fúnkeri þjóðfélagið, og fúnkeri fínt. Gefið, auðvitað, að þú sért ekki ríkisstarfsmaður sem færð laun eftir tvívíðum aldur-starfsreynsla skala.

Geir Ágústsson, 12.9.2007 kl. 21:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband