Mótvægi = vera á móti?

Steingrímur J. þarf ekki að segja VG að "taka að sér" að vera mótvægi við Sjálfstæðisflokkinn. VG hefur alla tíð verið sá flokkur sem andstæðingar Sjálfstæðisflokksins hafa hallað sér að. VG hefur fyrir löngu fengið á sig stimpilinn "að vera á móti" og þann stimpil þarf ekki að skerpa frekar.

Hvað sagði VG þegar skattar voru lækkaðir? VG var á móti.

Hvað með hverja einu og einustu einkavæðingu? VG var á móti.

Hvað með allskyns og hvers kyns framkvæmdir, sama hverjar þær eru? VG á móti!

En er VG ekki bara að tala út frá hugmyndafræði sinni? Er stefna VG ekki sú að ríkið reki "að minnsta kosti einn banka" og einblíni á eitthvað allt annað en virkjanir og framkvæmdir? Þessu halda margir VG-menn fram, en hver er raunin?

VG hefur ekki stungið upp á því að ríkið stofni nýjan ríkisbanka. VG hefur ekki stungið upp á skattahækkunum með berum orðum (a.m.k. ekki á laun). VG hefur ekki sagt hvaða störf átti að skapa á Austfjörðum í stað álversstarfa (svipuð störf hefði þá mátt skapa á Vestfjörðum í staðinn, en þar sakna menn hugmynda sem aldrei fyrr).  

Stefna VG er að vera á móti og þetta hefur lengi verið öllum ljóst (nema örfáum meðlimum VG sem trúa því enn að það sé einhver önnur stefna í gangi). Nú hefur Steingrímur J. sagt það berum orðum að VG sé mótvægi við annan flokk, og því fátt á huldu með það. Menn geta þá hætt að deila um stefnu eða stefnuleysi VG. 


mbl.is Steingrímur: Hlutverk VG að vera mótvægi við Sjálfstæðisflokkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórbergur Torfason

Furðulegt að svona snillingur skuli ekki vera löngu orðinn forsætisráðherra. Meira að segja ég skil sjónarmið VG þegar kemur að andstöðu við einkavæðingu. Það hefur ekki farið fram hjá neinum hvernig misskiptingin í þjóðfélaginu tók heljarstökk þegar framsóknaríhaldið fór að ausa flokksgæðinga sína gjöfum úr ríkissjóði. Það er ekki að ástæðulausu að verkalýðsforkólfarnir eru nú þegar byrjaðir að benda á hvað verður framundan í komandi kjaraviðræðum.

Eftirfarandi er hárrétt hjá þér. "Steingrímur J. þarf ekki að segja VG að "taka að sér" að vera mótvægi við Sjálfstæðisflokkinn. VG hefur alla tíð verið sá flokkur sem andstæðingar Sjálfstæðisflokksins hafa hallað sér að." Takk fyrir að benda okkur á þetta. Vinsamlegast ítrekaðu þetta fyrir næstu kosningar.

Þórbergur Torfason, 31.8.2007 kl. 19:17

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Ég vona lífeyrissjóður þinn sé að bólgna út vegna velgengni fyrirtækja sem áður voru ríkisfyrirtæki en eru núna hlutafélög á fljúgandi uppleið og að miklu leyti í eigu lífeyrissjóða.

Þarnæst vona ég að þú gerir þér grein fyrir þessu.

Geir Ágústsson, 31.8.2007 kl. 19:21

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Hér eru sett fram sjónarmið sem eru koma ákaflega þröngt inn í skoðanaskipti þjóðarinnar.

Það eru ýmsar ástæður fyrir því hvers vegna VG setti sig á móti ákveðnum pólitískum yfirlýsingum. Auðvitað vilja flestir lækka skatta en í þágu hverra? Átti að halda áfram að lækka skattana hjá hátekjufólkinu?  Þorri þjóðarinnar er á móti því sem vill gjarnan endurreisa kerfi samneyslu sem ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks var á góðri leið að valta yfir. Við eigum að nota skattana til samneyslunnar: sameiginlegra útgjalda á borð við betra menntakerfi, heilbrigðiskerfi og vegakerfi svo dæmi sé nefnt. Er það ekki í þágu allra að hafa þessa hluti í góðu lagi? Og það kostar sitt. Við sitjum uppi með menntakerfi þar sem menntunin á helst ekki að kosta neitt. Við erum með heilbrigðiskerfi sem á heldur ekki að kosta ríkissjóð sem nokkurn skapaðan hlut og vegakerfið vilja margir einkavæðingapostular prívatíséra. Hvar endar þetta nema í ráðaleysu?

Við þurfum fyrst og fremst aðnota skattana okkar í þágu þjóðarinnar en ekki kerfi fyrir afdankaða pólitíkusa eins og utanríkisþjónustan er stundum bendluð við og ekki af tilefnislausu.

Auðvitað erum við VG menn á móti ýmsu en þegar upp er staðið þá eru held eg fleiri sem eru á því að við erum nær grasrótinni og viljum að skattpeningarnir verði nýttir í þágu þjóðarinnar.

Mosi - alias 

Guðjón Sigþór Jensson, 31.8.2007 kl. 19:25

4 Smámynd: Geir Ágústsson

"..vill gjarnan endurreisa kerfi samneyslu.." ...átsj! Er mannkynssagan eitthvað að gleymast hérna?

Mikið væri ágætt ef þú leyfðir fólki sjálfu að nota sína peninga í sína eigin þágu, í stað þess að þú ákveðir fyrir fólk hvað peningar þess geti notast í, í þess þágu.

Ætli hugmyndafræði VG sé ekki einmitt sú að "nota peninga fólks í þeirra eigin þágu"? Sem er vissulega ágætis andstæða við þá sem vilja að launþegar fái sín eigin laun til eigin ráðstöfunar (sem er því miður ekki alveg besta lýsingin á Sjálfstæðismönnum).

Geir Ágústsson, 31.8.2007 kl. 20:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband