Takk fyrir leyfið, ó þú kæra Ríkisvald!

Nú þegar aðgerðaleysi ríkisvaldsins er farið að kosta stórfé í formi leyfisveitinga (sérstaklega útgefins aðgerðaleysis) á frjálsum viðskiptum þá er fokið í flest skjól! "Að raska samkeppni" er hvergi skilgreint í formlegri löggjöf eða reglugerð svo ég geti séð. Engu að síður er "samkeppnisröskun" notuð sem grundvöllur fyrir aðgerðum eða aðgerðaleysi hins opinbera þegar tveir eða fleiri eiga með sér frjáls viðskipti á frjálsum markaði. Og alltaf rata úrskurðirnir á síður mbl.is og víðar!

Þessar eilífu fréttatilkynningar um úrskurði Samkeppniseftirlitsins eru byrjaðar að virka dularfullar á mig.  Af hverju fá eftirlitsstofnanir brunamála, vinnuaðstæðna og burðarþols ekki sömu athygli fjölmiðla (eða Moggans öllu heldur)? Af hverju er Samkeppniseftirlitið svona rosalega "upptekið" nú þegar fjárlög fara senn til umfjöllunar á Alþingi, eftir algjöra ládeyðu í allt sumar?

Samkeppniseftirlitið er með öllu óþörf stofnun á frjálsum markaði. Þar sem markaður er minna frjáls - t.d. þar sem ríkisvaldið er stór spilari eða með mikil afskipti - er eftir vill nauðsynlegt að slá á hendur þess þegar það traðkar um of á einkaaðilum. Slíkt kallar samt ekki á sérstakt samkeppniseftirlit, heldur fleiri einkavæðingar og afnám fleiri ríkisstyrkja og viðskiptahafta.


mbl.is Samkeppniseftirlitið heimilar samruna Nýafls og Nesprýði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já blessaða ríksivaldið getur verið erfitt en það er ekki bara hér líka hinu frækna ríki USA sem svo oft er litið til af hægrimönnum.

Annars fann ég skemmtilegan garu  á youtube Ron Paul sem er í frosetaframboði og ég vona að svo sannarlega að hann vinni hér er skemmtilegt brot af hans skoðunum, eitthvað sem þeir sem vilja dæla inn peningum í hagkerfið þessa dagana ættu að horfa á. http://www.youtube.com/watch?v=ji_G0MqAqq8 

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 3.9.2007 kl. 16:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband