Mánudagur, 27. ágúst 2007
Samkeppniseftirlitshappdrættið æsispennandi!
Samkeppniseftirlitið er greinilega skriðið undan sænginni eftir sumarfríið. Fyrst sýnir það gríðarlega miskunn og ætlar ekki að "aðhafast" vegna samruna tveggja banka í sitthvoru landinu. Næst sektar það fyrirtæki út í bæ fyrir að fara ekki að tilmælum hinna opinberu embættismanna. Loks tapar það máli í Hæstarétti því það hafði sjálft metið sig sem hæft til að dæma í ákveðnu máli sem það hafði sjálft stofnað til. Starfsmenn samkeppniseftirlitsins eru vonandi ekki úthvíldir eftir sumarfríið, því það væru slæmar fréttir fyrir íslenska neytendur.
Eða hverjir aðrir en viðskiptavinir sektaðra fyrirtækja munu borga reikninginn?
Hverjir aðrir en starfsmenn sektaðra fyrirtækja sjá á eftir launahækkun eða auknum fríðindum?
Hverjir aðrir en tilvonandi samkeppnisaðilar urðu aldrei til því rekstur á ákveðnum sviðum var gerður örlítið óarðbærari með sektargleði hins opinbera?
Þeir sem trúa í blindni á réttmæti eða nauðsyn samkeppnislaga ættu að grúska örlítið í hagfræði og sagnfræði og a.m.k. gera tilraun til að hugsa út fyrir ramma skyndibitamatreiðslunnar sem einkennir fjölmiðlana. Ágæt byrjun er þetta lesefni og þetta, en einnig þetta og þetta.
Fallist á að mál Mjólkursamsölunnar fái flýtimeðferð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:48 | Facebook
Athugasemdir
Var fyrirtækið sem var sektað fyrir brot gegn upplýsinguskylda annars ekki eignarhaldsfélag? Lítið um "viðskiptavini" þar hefði ég haldið.
Gestur (IP-tala skráð) 27.8.2007 kl. 18:09
Ef það er lítið um viðskiptavini, er þá ekki lítið um samkeppni líka? Og er svo er, hvað eru samkeppnisyfirvöld þá að skipta sér af?
Eða eru samkeppnisyfirvöld kannski búin að útvíkka starfsemi sína án þess að spurja kóng eða prest (eða skattgreiðendur)? Það kæmi MÉR ekkert á óvart!
Geir Ágústsson, 28.8.2007 kl. 05:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.