Ölvunarástandi fjármálamarkaða viðhaldið

Enn á að reyna fresta þeim timburmönnum sem bíða fjármálamarkaðanna um leið og búið er að rýra alla helstu gjaldmiðla heims öllu trausti sökum stanslausrar peningaprentunar ríkisstjórna. Það að "veita fé" inn á markaði er alveg stjarnfræðilega skammsýn "lausn" á þeirri leiðréttingu sem er óumflýjanlega handan við hornið.

Eða hvað heldur fólk annars að verði um gjaldmiðil sem er búið að útþynna svona hressilega í svona langan tíma? Ef peningaprentun seðlabanka er "lausnin" á allskyns vandamálum fjármálamarkaða, af hverju er peningamagn þá ekki tvöfaldað á hverju ári? Verður þá ekki til nóg af ódýru lánsfé handa öllum til að fjármagna neyslu og húsnæðiskaup með, án neikvæðra afleiðinga?


mbl.is Seðlabanki Japans setur meira fé í umferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

Já, það er skammgóður vermir að míga í skó sinn. Verst er það að kasta björgunarhringjum til áhættufíkla í vogunarsjóðum en láta hina ráðdeildarsamari sökkva. Þetta er álíka og með Byggðastofnun sem verðlaunar hina skuldsettustu með eftirgjöfum skulda, á meðan aðrir skuldlausir samkeppnisaðilar sitja eftir með sárt ennið.

Ívar Pálsson, 21.8.2007 kl. 00:22

2 identicon

ég mæli með að menn  líti á síðustu myndina eða viðtalið við Ron Paul http://www.ronpaul2008.com/snippets/7/

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 22.8.2007 kl. 16:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband