Klaga-náungann-samfélagið

Mig minnir að fyrir ekki svo löngu síðan hafi það verið opinberlega gefið út að skattsvik sem upplýstust eftir tilkynningu frá óbreyttum borgara hafi verið fá sem engin á Íslandi. Hvað ætli eltingaleikur við saklausa borgara hafi kostað í staðinn?

Hérna er grein eftir ágæta konu í Danmörku sem ræðst harkalega að klagarasamfélaginu sem hún þykist vera sjá styrkjast í sessi í heimalandi sínu. Á hið sama við um Ísland?

Þeir sem SEGJAST "vilja" birtingu ríkisins á launum ættu að gera okkur öllum greiða og birta sín EIGIN laun á almannafæri (innifalið svartar launagreiðslur og ýmsir gagnkvæmt launaðir greiðar sem ríkinu er ekki sagt frá í skattframtalinu), og hætta að krefjast þess sama af öllum öðrum.

"Mér finnst" að fólk ætti að blóta meira því það "styrkir lýðræðið". Er þessi persónulega skoðun mín nóg til að réttlæta þvingun á öllum öðrum?


mbl.is Er álagning einkamál?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Kunningi minn, fyrrv. Alþýðubandalgsmaður og núverandi V-grænn, bjó í Danmörku um nokkurra ára skeið. Hann var afskaplega hrifinn af klagarasamfélaginu þar. Hann sagði að það bæri vott um meðvitaða umhyggju fyrir samfélaginu  

Gunnar Th. Gunnarsson, 31.7.2007 kl. 14:29

2 identicon

Mér finnst nú ,,klag,, allt í lagi. Það á stundum rétt á sér. En mér, persónulega, kemur ekkert við hvað aðrir eru með í laun. SKil samt rökin fyrir því að hafa þetta opið.

Guðbjörgkr. (IP-tala skráð) 31.7.2007 kl. 14:30

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Gunnar, að siga yfirvöldum á náungann er engin umhyggja fyrir honum. Þvert á móti. Umhyggja væri sennilega meira fólgin í því að aðstoða hann í nauðum frekar en að siga skattayfirvöldum á hann þegar hann virðist hafa það "aðeins of" gott til að það verði útskýrt með starfsheiti hans.

Guðbjörg, þér er að sjálfsögðu velkomið að upplýsa hvern sem er um laun þín, bæði alltaf og "stundum". Rökin eru þau að skattsvik komist upp. Reynslan sýnir að þau rök halda ekki. Hvað er þá eftir?

Geir Ágústsson, 31.7.2007 kl. 14:38

4 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Það eru ekki mörg ár síðan Skúli Eggert skattrannsóknastjóri var í sjónvarpsviðtali um skattsvik. Árin á undan var mikil umræða um "vinnukonuútsvör" manna sem bjuggu í slotum og benzar fyrir utan. Fólk var hvatt til þess að hringja inn í númer á skattinum til að tilkynna um slíka hluti og kæra nafnlaust nágranna sína sem voru "augljóslega" að stela undan skatti. Hann var spurður út í þetta og hvað þetta hefði skilað sér. Svar hans var að í nærri öllum tilfellum var um að ræða að ríkið fékk sitt af húsinu, benzanum og hverju öðru sem menn klöguðu yfir. Hafi ríkisbubbinn í næsta húsi verið á vinnukonuútsvari, þá kom í ljós að hann var með húsið á leigu frá vinnuveitanda sínum eða fyrirtæki sínu, sem greiddi af því alla skatta og skyldur sem og benzanum. Viðkomandi leigði á markaðsvirði húsið, greiddi bílahlunnindi af bílnum og þar fram eftir götunum. Ríkið var ávallt að fá sitt. Niðurstaðan var sú að þeir hættu með þennan klögusíma.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 31.7.2007 kl. 14:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband