Eignarréttinum fórnað fyrir auðveldari þvott?

Þórlindur Kjartansson átti stórgóðan sprett á Deiglunni í gær:

"Engum raunverulegum frjálshyggjumanni dytti það til hugar að fagna reykingarbanninu - eða að vera feginn yfir því. Stjórnvöld sem hyggja á illt, eða framkvæma illt með góðum hug, treysta einmitt á þá veikleika sem Staksteinahöfundur glottir yfir. Það getur verið freistandi að velja eigin þægindi fram yfir réttlætið en þeir sem trúa á frelsi einstaklingsins og mannréttindi láta ekki kaupa sig frá hugsjónum sínum fyrir betur lyktandi hár og færri ferðir í þvottahúsið."

Svo virðist sem lítill skilningur sé fyrir því á Íslandi (og víðar) að um leið og ríkinu er leyft að komast upp með að ráða því hvaða löglegu athafnir megi stunda í húsnæði í einkaeigu - um leið og sú stífla sem stjórnarskráin heimilar ríkinu að setja lög um er rofin - þá eru völd hins opinbera orðin gríðarleg. Mun meiri en margur gerir sér grein fyrir. Afleiðingar slíks verða að öllum líkindum mun meiri en bara það að banna ákveðna tegund reyks inn í hýbýlum í einkaeigu.

Frelsið tapast sjaldnast allt í einu. Um leið og varnirnar gegn frelsisskerðingunni bresta er hins vegar hætta á því að það tapist mun hraðar í einu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband