Þriðjudagur, 24. júlí 2007
Hvenær hefjast sektanir á þessu fólki?
Enn einu sinni læt ég til leiðast að eyða orðum í þessa tvo tugi eða þrjá af manneskjum sem virða hvorki eignarrétt né rétt fólks til að vera látið í friði. Þá það - orðunum skal eytt.
Núna hlýtur að vera komið að þeim tímapunkti sem sektanir byrja að streyma til þessa lýðs. Spellvirki þessara svokölluðu aktívista er komið á það stig að það fer að sjást á reikningshaldi lögreglunnar. 20 lögregluþjónar að týna fólk af hliðum og húsnæði eru 20 færri lögregluþjónar að stöðva þjófnaði og ofbeldisverk annars staðar (hvort sem það er vegna niðurskurðar á næturgæslu eða almennri viðveru í íbúðarhverfum að kvöldi til).
Hvað mundi fólk segja ef á morgun kæmi tilkynning frá hinu íslenska ríkisvaldi um að nú þurfi að hækka skatta til að standa undir óbreyttri löggæslu á Íslandi, ella draga úr henni eða fækka sjúkrarúmum? Málinu yrði aldrei stillt svona upp en það er forms- og tækniatriði, en ekki aðalatriði. Aðalatriðið er að mótmælendurnir eru að sjúga út úr ríkiskassanum og þar með að breyta forgangsröðun í eyðslu skattfjár - fjár sem allir verða að greiða en fáir ákveða í hvað er eytt.
Sektanir og brottvísun úr landinu eru tæki sem yfirvaldið hefur yfir að ráða til að tryggja friðinn á ríkisreknu Íslandinu. Nýta þau tæki? Já takk!
Óttast var um öryggi mótmælenda í Straumsvík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.