Mánudagur, 23. júlí 2007
Hvar er Múrinn.is núna?
Þegar ég les fréttir eins og þessa þá sakna ég gamla góða Múrsins sem var duglegur að fjalla um hinn "lýðræðislega kjörna" forseta Venesúela, Hugo Chavez, og þá sjaldnast á mjög neikvæðum nótum.
Þeir eru til sem halda að hinn suður-ameríski sósíalismi sé eitthvað skárri en sá austur-evrópski. Vonandi rennur fljótlega upp fyrir þeim að svo er ekki. Niðurstaðan er sú sama í báðum tilvikum: algjört einræði ríkisvaldsins, efnhagslegt hrun hagkerfisins og hratt rýrnandi lífskjör íbúanna. Það sem hefur bjargað Venesúela hingað til er sala á olíu frá landinu til hins ríka kapítalíska heims. Slíkt ráð dugir ekki nema skammt.
Chavez hótar að vísa gagnrýnendum sínum úr landi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Murinn.is er ekki starfræktur lengur, svo það sé á hreinu.
Og sósíalisminn mun sigra hvað svo sem kapítalískar senditíkur spangóla hátt.
Jóhannes Ragnarsson, 23.7.2007 kl. 10:43
"Og sósíalisminn mun sigra hvað svo sem kapítalískar senditíkur spangóla hátt."
Af því að sósíalisminn hefur verið svo sigursæll hingað til?
Unnþór (IP-tala skráð) 23.7.2007 kl. 11:24
Ég held að það sé verið að grínast í mér. Ég sakna auðvitað einskis sem er enn í fullu fjöri, og Jóhannes hlýtur að hafa séð ljósið í samanburði kapítalisma og sósíalisma!
Geir Ágústsson, 23.7.2007 kl. 11:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.