Hvenær kemur að þér?

Nýjasta innlegg mitt á Ósýnilegu höndina varar við því að leyfa ríkinu að þenja sig of mikið út í boða- og bannadeildinni án andspyrnu.

Innleggið nefnist Hvenær endar útþensla ríkisvaldsins? og svarið, í fjarveru andspyrnu, er vitaskuld: Aldrei!

Það er annars með eindæmum hvað skattalækkanir og einkavæðingar hafa gert hið opinbera á Íslandi eirðarlaust. Engum er sagt upp sem þýðir að ný verkefni þarf stanslaust að finna til að halda opinberum starfsmönnum uppteknum. Auðveld leið til þess er vitaskuld sú að fjölga lögbundnum kröfum, boðum og bönnum og setja upp allskyns eftirlitsstofnanir til að fylgja þeim eftir.

Er fríverslunarsamningur Íslands og Færeyja eina skrefið í átt að auknu frjálsræði sem leiddi ekki til fjölgunar í eftirlitsgeira ríkisins? Ég bara spyr!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband