Innbrot um hábjartan dag?

Ríkisstarfsmenn eru ţeir einu sem fá lögregluvernd ţegar ţeir brjótast inn. Ađrir ţurfa yfirleitt ađ treysta á lögregluverndina til ađ verja sig gegn innbrotum. Svona er lífiđ einkennilegt stundum.

Ţađ kemur mér samt á óvart ađ Mjólkursamsalan af öllum fyrirtćkjum sé núna fórnarlamb innrásar frá Samkeppniseftirlitinu. Mjólkuriđnađur á Íslandi er fjarri ţví ađ geta kallast "frjáls markađur". Kúabćndur búa viđ ríkisrekiđ kvótakerfi og innflutningur á mjólkurafurđum er rćkilega njörvađur niđur í úthlutunarkerfi sem auđvitatđ er stjórnađ af opinberum embćttismönnum.

Ţótt einhverjar smćrri mjólkursamsölur úti á landi kvarti yfir stćrđ stćrsta samsölunnar á stćrsta markađssvćđinu ţá er ţađ ekki til marks um ađ neitt sé "ađ" sem ţurfi ađ "leiđrétta". Ţegar ríkinu er sigađ á stćrsta keppinautinn međ ţađ ađ markmiđi ađ skađa orđstír hans og flćkjast fyrir rekstri hans, ţá er eitthvađ ađ!

Vonandi mun ekkert "grunsamlegt" koma út úr innbrotinu í Mjólkursamsöluna. Vonandi verđur innbrotiđ bara til ţess ađ tugir opinberra embćttismanna eyđi helling af tíma í ađ blađa í gegnum óspennandi trúnađarskjöl og hafi ţar međ ekki tíma til ađ ráđast inn í önnur fyrirtćki á međan. Kostnađarsamt fyrir skattgreiđendur en e.t.v. nauđsynlegt til ađ halda öllu ţessu starfsfólki hins opinbera uppteknu svo ţađ geri ekki enn meiri skađa hjá öđrum!


mbl.is Samkeppniseftirlitiđ ađ bera út gögn hjá Mjólkursamsölunni
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kári Harđarson

Vonandi er ţetta bara tímaeyđsla.  Ég óttast samt ađ Samkeppniseftirlitiđ hafi haft rökstuddan grun áđur en ţađ fékk löglega heimild til ađ skođa gögn MS.

Eftirlitiđ veit ađ ţessar ađgerđir eru óvinsćlar ef ţćr skila engu og ţessvegna vanda menn sig. 

Líklega snýst máliđ ekki um einokun MS, hún er "lögleg".  Ţótt MS hafi einokun eru samt nokkur landslög eftir sem ţeir gćtu hafa brotiđ.

Kári Harđarson, 5.6.2007 kl. 11:05

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Almenn hegningarlög eđa hin skrýtnu landslög, "samkeppnislög"? Tilkynning fyrirtćkjanna (ţau eru víst orđin mörg núna) stađfestir ţađ sem ég hef sagt: Verđ er ákveđiđ af EMBĆTTISMÖNNUM og ég býst viđ ađ allar árs- og afkomuskýrslur liggi fyrir.

Kári, ég held ađ von ţín um vönduđ vinnubrögđ og rökstuddan grun sé röng, en viđ sjáum hvađ setur. Samkeppnislög eru sama eđlis og jafnréttislög - allir eru sekir uns sakleysi er sannađ. Ég vona ađ kaupendur mjólkurvara ţurfi ekki ađ blćđa of mikiđ svo sakleysiđ megi sanna ađ ţessu sinni.

Geir Ágústsson, 5.6.2007 kl. 13:27

3 identicon

Ég hélt ađ ţú myndir nú fagna ţessu...

Árni Richard (IP-tala skráđ) 5.6.2007 kl. 17:43

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Ég mundi fagna innrás Samkeppnisstofnunar inn á íslensk sjúkrahús, vínverslanir og framhaldsskóla. Fréttin gćti byrjađ svona:

"Rökstuddur grunur liggur fyrir um verđsamráđ, of háa gjaldskrá, samkeppnishamlandi starfsemi og tilraunir til ađ koma í veg fyrir stofnun nýrra samkeppnisađila á sviđum menntunar, heilbrigđisgćslu og áfengissölu. Ríkisvaldiđ liggur undir grun og má búast viđ kćru von bráđar."

Er ég bjartsýnn?

Geir Ágústsson, 5.6.2007 kl. 21:30

5 identicon

Viđ skulum bara vona ţađ besta fyrir Mjólku...

MS ćtti ekki í skjóli ríkisvaldsins ađ eyđa einkarekinni samkeppni. 

Árni Richard (IP-tala skráđ) 6.6.2007 kl. 07:38

6 Smámynd: Geir Ágústsson

MS ćtti ekki ađ vera í skjóli neins. Hvernig stendur á ţví ađ ríkiđ spilar hlutverk í mjólkurframleiđslu og -sölu á Íslandi? Hvernig stendur á ţví ađ ríkiđ býr til kerfi sem býđur upp á ađ einhver hefur meiri "réttindi" til einhvers en annar, og svo til annađ kerfi sem sigar starfsmönnum sínum á starfsmenn hins kerfisins? 

Ef einhver býđur upp á rökrétta útskýringu ţá er ég galopinn fyrir henni. Ef útskýringin er órökrétt ţá mundi ég líka vilja heyra hana, en lofa ekki skilningi. 

Geir Ágústsson, 7.6.2007 kl. 17:50

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband