Mánudagur, 25. nóvember 2024
Leiðarvísir Landverndar fyrir kosningar
Um daginn héldu samtökin Landvernd fund þar sem frambjóðendum allra flokka bauðst til að útskýra af hverju félagsskapurinn Landvernd ætti að kjósa þeirra flokka. Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum mættu fulltrúar allra flokka til að láta skíta á sig, með örfáum undantekningum, en látum það liggja á milli hluta.
Undir lokin fengu samtökin Sólin að eiga sviðið og birta álit sitt á stefnu allra flokka eins og þau samtök með sína rörsýn sjá heiminn og þetta er niðurstaðan:
Þarna tróna á toppi Sólar-fólks Píratar, Viðreisn og Vinstri-grænir. Á botninum sitja Flokkur fólksins, Lýðræðisflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn og Ábyrg framtíð.
Þetta eru ágætar leiðbeiningar fyrir kjósendur. Með því að snúa við mælikvarða Sólarinnar koma í ljós þeir flokkar sem hægt er að kjósa án þess að hætta á að lífskjör Íslendinga fari rakleitt ofan í ræsið.
Og er ekki hressandi að hafa slíkan mælikvarða?
Blóðið er heitt í þeim sem hata bensínbílinn þinn og hleðslutækin fyrir raftækin og orkuþörf almennt, sem er jú undirstaða lífskjara almennings.
Valið er að verða einfaldara og einfaldara að mínu mati. Geri reiður múgur Landverndar aðsúg að sitjandi ráðherra, sem er að brjóta upp stöðnun í íslenskri orkuvinnslu, þá er jafnvel hægt að hugleiða að kjósa flokk sem giftist Vinstri-grænum um tíma. Séu tvær mínútur af ræðu nóg til að æsa upp Landverndarfólkið þá þarf kannski að efla þá rödd.
Ég er vissulega hugsi, en Sólin hefur einfaldað heiminn örlítið. Þeirra álit er andstæða raunsæis og mannúðar, og jafnvel umhverfisverndar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:54 | Facebook
Athugasemdir
Félagsskapurinn Ísland Palestína boðað til samskonar fundar í kvöld
Tilgangurinn augljóslega sá sami en til viðbótar þá verða allir þeir sem ekki öskra þjóðarmorð grýttir
Grímur Kjartansson, 25.11.2024 kl. 21:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning