Nýju fjölmiðlarnir

Kjör Trump fer í taugarnar á mörgum blaða- og fjölmiðlamönnum. Þeir lásu upp gallaðar skoðanakannanir. Álitsgjafar þeirra höfðu ekki rétt fyrir sér í neinu. Hinn ósnertanlegi Trump verður bráðum forseti Bandaríkjanna og þeir þola ekki tilhugsunina og þá tilhugsun að lýðræðið leiddi kjósendur að rangri niðurstöðu.

En blaðamenn jafna sig, eru jafnvel að reyna bakka aðeins með Hitler-samlíkingar til að fá a.m.k. boð á blaðamannafundi framtíðarinnar. Gott og vel.

En kjör Trump er ekki það eina sem þessir hefðbundnu fjölmiðlar allt í senn lásu og greindu rangt og afhjúpaði vinnubrögð þeirra sem boðbera falsfrétta og áróðurs frekar en frétta og upplýsinga. 

Nei, það afhjúpaði um leið að þeir vita hreinlega ekki hvernig á að segja fréttir og skola upp á yfirborðið ólíkar skoðanir í umræðunni, að því marki auðvitað að þeir hafi áhuga á ólikum skoðunum.

Við því hlutverki hafa aðrir tekið. 

Ég tek sem dæmi hér vinsælan þáttastjórnanda sem birtir á jútjúb, X, Spotify og öðrum miðlum, Lex Fridman (sem Wikipedia velur að kasta skugga á en engu ljósi, sem er gæðastimpill í sjálfu sér).

Hann tók nýlega 2 klst viðtal við forseta Argentínu, Javier Milei, sjá á jútjúb hér. Í inngangi sínum sagði stjórnandi að hann vildi taka álíka viðtöl við fleiri leiðtoga, frá þeim sem við á Vesturlöndum klöppum fyrir og hinum sem við fyrirlítum. Gamli góði blaðamaðurinn mættur sem ræðir við alla og birtir afraksturinn fyrir okkur að melta - ekki þessi nútímalegi sem telur að þöggun sé góð fréttamennska. 

lf1+

lf2

Það hefur auðvitað sýnt sig að slík blaðamennska er bæði nauðsynleg og holl, og það sem er best: Eftirsótt. Þöggunin, ritskoðunin og ásakanir um að hinir og þessir séu samsæriskenningasmiður bítur einfaldlega ekki lengur. Þegar okkur var sagt á veirutímum að það væri bara ein rétt skoðun þá gekk það nokkuð vel, en mun ekki ganga upp aftur. Sá tími er liðinn. Þegar okkur er sagt hvaða stríð eigi skilið alla okkar ástríðu og allt okkar launafé, og hvaða stríð skipta okkur engu máli, þá lokast einfaldlega fleiri og fleiri eyru. 

Það er ekki af því að við getum ekki haft skoðun á hinu og þessu heldur að sú skoðun eigi ekki endilega að rigna á okkur að ofan og vera hin eina rétta. Fleiri mega finnast og við eigum jafnvel að geta myndað hana sjálf.

Framundan eru stórar uppsagnalotur hjá mörgum stórum fjölmiðlum. Blaðamenn sem þorðu ekki að mynda sér skoðun, og völdu frekar að endurvarpa skoðunum annarra, verða atvinnulausir og reyna að koma sér að í hlaðvörpum eða sem fjölmiðlafulltrúar hins opinbera. Aðrir, sem þora að vera blaðamenn, og hafa geta verið það innan fjölmiðlafyrirtækja, blómstra vonandi.

En eitt er víst: Allt er breytt, og vonandi ertu með á nótunum, og þorir jafnvel að fara mynda þér þínar eigin skoðanir. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband