Geti ekki brotið verk­falls­lög

Núna eiga sér stað hefðbundnar viðræður á íslenskum vinnumarkaði sem fyrir mig, sem hef verið búsettur í Danmörku í nálægt því 20 ár, virka í raun framandi: Að það sé hreinlega hægt að kæfa sjúklinga með því að setja púða á hausinn á þeim ef það gagnast launabaráttunni.

Eftirfarandi texti greip mig:

Leik­skóla­stjóri sótti um und­anþágu svo starfs­fólk í verk­falli fengi að sinna hon­um og tveim­ur öðrum börn­um í svipaðri stöðu [á ein­hverfurófi og með þroska­skerðingu], en þeirri und­anþágu­beiðni var hafnað. Um er að ræða fag­menntað starfs­fólk sem hef­ur sinnt hon­um og þekk­ir hann. ... „Hann er með fötl­un­ar­skil­grein­ingu og mér skilst að hann eigi rétt á þess­ari þjón­ustu, en nú stang­ast á skyld­ur sveit­ar­fé­lags­ins til að sinna því og að sveit­ar­fé­lagið geti ekki brotið verk­falls­lög,“ seg­ir ... móðir drengs­ins

Til hugar kemur þetta atriði, meðal annarra, úr breskum grínþætti:

Ég held að það megi alveg byrja að spyrja sig að þeirri spurningu hvort þetta með að setja heilu starfsstéttirnar, með bæði góða og lélega starfsmenn og stjórnendur (og flesta einhvers staðar þess á milli), undur einn hatt, og leyfa herskáum samtökum að keyra fötluð börn í þrot gegn vilja umönnunaraðila þeirra, foreldra og annarra.

En kannski er þetta röng spurning. Leiðréttist gjarnan.


mbl.is Fatlaður drengur fær ekki þjónustu í verkfalli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Það voru umönnunaraðilarnir sem kusu um, samþykktu og fóru í verkfall. Og höfnuðu sér síðan um undanþágu frá verkfallinu. Héldu þeir að þeir væru bara að samþykkja að einhverjir aðrir færu í verkfall?

Vagn (IP-tala skráð) 21.11.2024 kl. 23:07

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og tveimur?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband