Loftslagsstefna Íslands

Vissir þú að það finnst nokkuð sem kallast Loftslagsstefna Stjórnarráðsins? Og lög um loftslagsmál? Í hvoru tveggja felast allskyns ígrip, skattheimta, boð og bönn sem miða að því að breyta veðrinu. Að Íslendingar á einhvern hátt geti haft jákvæð áhrif á samsetningu lofthjúpsins til að spyrna fótum gegn hamfarahlýnun (eða einhvers konar breytingum á veðrinu - takmarkið er færanlegt).

Þessari stefnu og þessum lögum þarf auðvitað að fleygja í ruslið í heilu lagi og taka á ný upp stefnu hagkvæmrar orkuöflunar, nýtingu íslenskra auðlinda og aukningu á framboði orku til almennings og atvinnulífs. En í bili er til Loftslagsstefna Stjórnarráðsins og lög um loftslagsmál. Hvað er til ráða?

Næsta ríkisstjórn gæti mögulega tekið upp þá vinnureglu að starfa ekki samkvæmt Loftslagsstefnu Stjórnarráðsins og láta eins og lög um loftslagsmál séu ekki til. Þannig verði allskyns skattar sem eiga að breyta veðrinu lækkaðir niður í núll (skattarnir væru ennþá til, ef lög kveða á um slíkt, en núll prósent). Íslenskir ráðamenn geta auðvitað ennþá sagt að þeir séu með metnaðarfull markmið skrifuð á einhverju blaði. Í framkvæmd eru skattar hins vegar ekki hækkaðir, sem og ýmis hagkvæm tækni ekki bönnuð, og orkuframkvæmdum er hleypt í gegnum stjórnsýsluna. 

Hvort sem menni trúi á áhrif Íslendinga á samsetningu lofthjúps Jarðar eða ekki þá blasir við að öll markmið í loftslagsmálum eru nú þegar að fullu í framkvæmd á Íslandi og hafa verið lengi, eða eins og nývaknaður þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir í grein:

Ísland hef­ur á síðustu ára­tug­um náð veru­leg­um ár­angri í orku- og lofts­lags­mál­um með raf­væðingu og upp­bygg­ingu hita­veitu­kerfa. Hlut­fall grænn­ar orku á Íslandi er mjög hátt eða um 85%. Þessi 15% sem út af standa er inn­flutt olía sem er aðallega sett á ýmis far­ar­tæki. Til sam­an­b­urðar er hlut­fall grænn­ar orku í lönd­um ESB að meðaltali und­ir 20%.

Hvernig fóru Íslendingar að því að ná öllum markmiðum á undan öðrum? Var það vegna loftslagsstefnu eða grænna skatta? Nei, það var vegna heilbrigðrar skynsemi - að nýta auðlindir, virkja fossa, bora holur, búa til pláss fyrir uppistöðulón og leggja háspennulínur. 

Það mætti gera meira af þessu, en það verður ekki gert með því að fylgja Loftslagsstefnu Stjórnarráðsins, heldur með því að fleygja henni í ruslið eða láta eins og hún sé ekki til.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Stjórnarhættir hér víkja stöðugt lengra frá markaðsbúskap og þær aðgerðir sem þú lýsir hérna, Geir, bera fremur einkenni áætlunarbúskapar í anda Ráðstjórnarríkjanna, þar sem efnahagsleg stjórn laut opinberri stjórn. Í sósíalísku þjóðfélagi byggist efnahagsstarfsemin á opinberri áætlanagerð. Af hverju ganga ráðherrar Sjálfstæðisflokksins þarna fremstir í flokki? 

Arnar Þór Jónsson (IP-tala skráð) 22.7.2024 kl. 10:06

2 identicon

Hamfarahlýnun!! Bíð spenntur, en ekki vongóður

Bjarni (IP-tala skráð) 22.7.2024 kl. 10:17

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Arnar Þór,

Bílstjórar kalla á eftir hagkvæmu eldsneyti (helst einhverju sem eyðileggur ekki vélarnar) og fá eitthvað ofurskattlagt útþynnt sull í staðinn. Ekki er það olíufélögunum einkareknu að kenna. 

Samfélagið kallar á eftir hagkvæmu rafmagni, og nóg af því. Vissulega eru ríkisfyrirtæki (Landsvirkjun, Landsnet) hér stærstu leikendurnir en þeir vilja fyrst og fremst sinna markaðinum, ekki sjá sjóði sína tæmda í ríkissjóð og áætlanir stöðvaðar af stjórnsýslunni.

Eina "áætlunarbúskapurinn" sem ríkið þarf að sinna er að hætta að flækjast fyrir, hætta að skattleggja og hætta að þvinga fram frekari orkuskipti. 

Geir Ágústsson, 22.7.2024 kl. 10:34

4 identicon

Hér er góður fræðsluþáttur um að menn fari ekki með rétt mál um loftlagsbreytingar, áhugaverð í alla staði. Ætti að skylda skólafólk til að horfa á hana nú þegar trúarbörgðin eru komin í skólabækur grunnskólabarna.

CLIMATE - THE COLD TRUTH / Scientists reveal how climate change is a scam (rumble.com)

Helga Dögg Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 22.7.2024 kl. 11:01

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Helga,

Ég hef séð þessa mynd. Hún er góð. Ég greip nokkur skjáskot úr henni og birti á þessum vettvangi á sínum tíma. 

Grænu skattarnir þínir eru blekking - geiragustsson.blog.is

Ánægjulegt að sjá að jútjúb hefur ekki ennþá fundið afsökun til að fjarlægja myndina. 

Geir Ágústsson, 22.7.2024 kl. 23:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband