Viðtölin við dúxana eru uppspretta bjartsýni

Núna eru framhaldsskólar og aðrir að útskrifa nemendur og verðlaun veitt fyrir bestan árangur í hinu og þessu. Viðtöl við þá sem útskrifast með hæstu meðaleinkunnina eru mörg og ég fagna hverju og einu þeirra. Þar fær ungt fólk sem nær árangri að útskýra hvað liggur að baki velgengni þeirra, og svörin yfirleitt þau sömu: Vinnusemi, metnaður, skipulag. Gjarnan í bland við hófstillt félagslíf og rækt við áhugamál og vini.

Berum þessi viðtöl saman við viðtöl við þá sem ná engum árangri. Þar eru svörin svolítið önnur: Fordómar, hindranir og of miklar kröfur.

Ég er ekki að segja að það sé ekki mótvindur á mörgum. En ég held að vinnusemi, metnaður og skipulag séu mögulega góð hráefni fyrir lífið.

Við þetta má svo bæta að það er í raun ótrúlegt að ennþá sé að vaxa úr grasi ungt fólk sem leggur mikið á sig. Er ekki verið að kenna því að það sé nóg að rétta út hendi til að fá örugga framfærslu, aðgang að öllu og starf við hæfi? Sem betur fer er einhver dýpri rödd í flestum sem hafnar slíkum boðskap. 

Megi viðtöl við dúxa verða sem flest og jafnvel birtast utan útskriftarvertíðarinnar. Stærri uppspretta bjartsýni á samfélagið finnst varla. 


mbl.is „Snýst um metnaðinn að ná árangri“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband