Ástin sigraði veirutakmarkanir

Ég skrapp í stutta ferð til Íslands um helgina til vera viðstaddur brúðkaup. Það var hið besta mál að öllu leyti. Þar ræddi ég við einn frænda minn sem á núna von á barni með kærustu sinni og ég spurði hann hvernig hann hefði kynnst henni.

Svarið kom mér skemmtilega á óvart.

Þau höfðu verið, og eru, hluti af stórum vinahópi sem hafði á veirutímum stolist til að hittast og skemmta sér saman á tímum samkomutakmarkana, gjarnan i sumarbústöðum. Skyndilega hafi þau áttað sig á hrifningu til hvors annars og eftir það varð ekki aftur snúið.

Ástin sigraði samkomutakmarkanir.

Ungt fólk hafði gefið skít í slíkar takmarkanir en vitaskuld passað sig á að flagga ekki óhlýðni sinni framan í hrædda fólkið.

Ég hef heyrt alltof fáar slíkar sögur, af fólki sem lét ekki óttann grípa sig og stjórna lífi sínu. Af fólki sem hittist, knúsaðist og kysstist þótt drápsveira væri að stráfella mannkynið, að sögn. 

Það kviknaði í mér von. Sú von, að ef yfirvöld reyna aftur að gera eitthvað svipað að þá gefi venjulegt fólk, án álhatta og samsæriskenninga, skít í það, jafnvel opinskátt og upphátt.

Og leyfi ástinni að sigra óttann.

Er ég of bjartsýnn?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það hefur verið fjör með yfir tuttugu manns í sumarbústað.

Vagn (IP-tala skráð) 26.5.2024 kl. 21:38

2 Smámynd: Anna Björg Hjartardóttir

Þegar lokanir og höft voru fyrirskipuð af fólki sem messaði daglega hræðslu áróður yfir þjóðinni en aldrei sýndi það eða vitnaði nokkur tímann í neinar tilteknar rannsóknir eða link til að þjóðin gæti kynnt sér, ekki eitt einasta skipti var það gert. En samt var fæstum nóg boðið með nokkrum undantekningum og það var ólíklegasta fólk og engin leið að vita fyrirfram hverjir það væru. Sjálf tók ég ígrundaða ákvörðun um að treysta því augljósa og draga saman eigin ályktanir því óttinn náði aldrei tökum og gat því ekki villt mér sýn. Hóf því að halda vikulega fundi heima hjá mér með hópi fólks sem vildi hittast til að stunda hugleiðslukyrjun og eiga umræðufundi. Þvílík gleði, heilsunærandi og vináttustyrkjandi fundir. Ástin á lífinu var yfirsterkari öllum valdboðum, hélt þessum fundum svo áfram þó höftin væru löngu afnumin.

Anna Björg Hjartardóttir, 26.5.2024 kl. 22:05

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Vagn,

Á tímabili voru yfirvöld að skipta sér af 11 manna hópum. Það er ekkert mál að koma 11 manns fyrir í góðum bústað.

Stjórnarráðið | COVID-19: Almennar samkomutakmarkanir hertar á miðnætti (stjornarradid.is)

Anna,

Takk fyrir að deila þessari góðu sögu. Margir urðu miklu veikari af samkomutakmörkunum en veirunni nokkurn tímann. Fólk eins og þú ætti að fá fálkaorðum (sem er því miður orðin að skammarverðlaunum í dag).

Geir Ágústsson, 27.5.2024 kl. 10:00

4 Smámynd: Grímur Kjartansson

Það mundi ekki ganga að reyna koma á svona takmörkunum í dag
Fólk hefur lært og það sást best þegar boðið var upp á síðustu Covid sprautuna
ég man ekki númer hvað hún var

Fólk mætti ekki.
Ekki einu sinni börnin mættu með aldraða foreldra sína 

Grímur Kjartansson, 27.5.2024 kl. 20:46

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Grímur,

Þá tekur bara við eitthvað annað. Er heimurinn ekki ennþá að stikna? Er ekki nauðsynlegt að taka afstöðu í stríðsátökum í takt við þarfir bandarískra yfirvalda? Þarf ekki að taka reiðufé af fólki og gera alla gjaldmiðla stafræna og rekjanlega til að sporna við hryðjuverkum? Er ekki nauðsynlegt að breyta tungumálinu og taka einkarýmin af konum? Þarf ekki að taka hagkvæma bíla af venjulegu fólki og koma í veg fyrir að það komist í ódýr flug?

Það er kannsi búið að berja niður sviðsmyndina í einu leikriti, en eru ekki mörg önnur ennþá í gangi og ganga fyrir fullu húsi?

Geir Ágústsson, 27.5.2024 kl. 21:33

6 identicon

Geir,þakka þér pistilinn og falleg hlý orð til mín móttekin, brosti breitt ekki annað hægt.

Anna Björg Hjartardóttir (IP-tala skráð) 28.5.2024 kl. 15:59

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og ellefu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband