Fimmtudagur, 23. maí 2024
Borgarstjórn dettur óvænt á lausn allra sinna vandamála
Parísarhjól verður sett upp á Miðbakka í sumar. Einkafyrirtæki sér um allt og greiðir borginni fyrir lóðaleigu. Vandamál leyst. Meira að segja borgarfulltrúar Pírata treysta sér ekki til að reisa parísarhjól og er það hressandi hógværð.
Vonandi tekst þetta vel og afhjúpar óvænta lausn hjá borginni: Að sleppa því að klúðra og láta aðra um að gera hlutina rétt. Það eina sem borgin þarf að gera er að koma sér úr veginum og drepa ekki allt í gjöldum og umsóknum og leyfisveitingum.
Svona mætti reka alla leikskóla og grunnskóla líka. Bara láta fé fylgja börnum og skipta sér að öðru leyti ekki af rekstri skóla og öllu sem því fylgir.
Þannig gæti borgin leyst allt klúðrið í kringum sorphirðu.
Það er kannski von fyrir Reykvíkinga ennþá, en sjáum hvað setur.
Parísarhjól á Miðbakka í sumar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Merkileg þessi borgarstjórn. Reisir ný hverfi, en gerir ekki ráð fyrir að íbúarnir hafi líf, hvað þá egi börn.
Getur ekki mokað snjó, hirt rusl eða gert nokkuð annað sem vefst ekki fyrir neinum öðrum annarsstaðar.
Mjög gott fyrir Selfoss...
Það eru of margir fluttir burt til að þetta lagist. Eina vonin er að þetta fari allt á hausinn, og í stað þess að ríkið taki við, fari allar eignir borgarinnar upp í skuld. Fjárnám!
Sjáum svo hvernig gengur þegar einhver fjármálafyrirtæki eiga allt í borginni, og geta farið að ráðskast með þetta.
Ásgrímur Hartmannsson, 23.5.2024 kl. 19:37
Ásgrímur,
Þetta er vissulega ein sviðsmynd. Kannski sú líklegasta. En líklega verður afgangur landsmanna einfaldlega vera látinn blæða í uppvaxtarhreiður Pírata og Samfylkingar. Þannig gætu sveitarstjórnarkosningar á Akureyri farið að snúast um það að hversu miklu magni bæjarbúar eigi að greiða fyrir skuldir Reykjavíkur.
Geir Ágústsson, 24.5.2024 kl. 23:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.