Nóg af orku á Íslandi!

Um daginn opnaði stærsta svokallaða lofthreinsiver heims á Íslandi. Þetta ver sýgur koltvísýring út úr andrúmsloftinu sem síðan er dælt niður í jörðina. Þessu hafa erlendir miðlar tekið eftir, svo sem Reuters og CNN.

En hvað skyldi nú kosta að halda þessu veri úti? Ég finn engar tölur en þeir á CNN sjá ekki neitt vandamál:

Reksturinn verður knúinn áfram af gnægð hreinnar jarðhitaorku Íslands.

**********

The whole operation will be powered by Iceland’s abundant, clean geothermal energy.

Þeir hjá CNN vita greinilega ekki að:

  • Nú þegar er íslenska hagkerfið að verða af tugum milljarða vegna þess að álverin fá ekki næga orku
  • Orkuskipti fiskiverksmiðja frá rafmagni yfir í olíu er nú að fullu gengin í garð
  • Rafmagnsreikningur heimila er að klifra upp á við, og auðvitað hagnaður raforkuframleiðenda líka þar sem þau fá ekki að eyða peningum í að byggja virkjanir
  • Mikið af rafmagni fer í súginn því dreifikerfið er ekki nægilega öflugt

En það væri gaman að vita hvað þetta svokallaða lofthreinsiver sýgur í sig mikla orku frá almennum neytendum og stærri notendum, og hvort hérna sé erlent áhættufé að yfirbjóða innlenda notkun.

Liggja þær tölur einhvers staðar á lausu?

Menn hafa kvartað svolítið yfir gagnaverunum, jafnvel þótt þau skili mikilli framlegð og bókstaflega dæli gjaldeyri inn í hagkerfið. En gefðu mér frekar gagnaver en svona eltingaleik við snefilefni í andrúmsloftinu.


mbl.is Stærsta lofthreinsiver í heimi opnað á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Allt hluti a hernaðinum gegn lífríkinu.

Ásgrímur Hartmannsson, 10.5.2024 kl. 16:27

2 identicon

Það er sennilega búið að endurskilgreina hugtakið "gegnsæi" á þann hátt að þú "horfir út í tómið", í stað þess að borgarinn fái að vita hvað hlutirnir kosta og hvað stjórnvöld hafast að. 

Það ætti engum að detta í hug að svona apparat þurfi ekki gríðarlega mikla orku til að reka sig, burtséð frá því að það mun ekki hafa nein áhrif á loftslagið. 

Bragi (IP-tala skráð) 10.5.2024 kl. 16:59

3 Smámynd: Júlíus Valsson

Aprílmánuður var óvenju kaldur. Þarna er skýringin komin. 

Júlíus Valsson, 11.5.2024 kl. 10:03

4 Smámynd: Svanur Guðmundsson

Til að áætla þyngd helstu lofttegunda í rúmmetri af andrúmslofti, getum við notað hlutfall hvers gass í lofthjúpnum og þéttleika þess við staðalaðstæður (0°C og 1 atm þrýsting). Hér eru upplýsingar fyrir fjórar helstu lofttegundirnar: nitur (N₂), súrefni (O₂), argon (Ar), og koltvísýringur (CO₂).

    Nitur (N₂):

      • Hlutfall í andrúmslofti: 78%

      • Þéttleiki: 1.2506 g/L

      • Þyngd í rúmmetri: 1.2506 g/L×1000 L×0.78=975.47 gr1.2506g/L×1000L×0.78=975.47gr

      Súrefni (O₂):

        • Hlutfall í andrúmslofti: 21%

        • Þéttleiki: 1.429 g/L

        • Þyngd í rúmmetri: 1.429 g/L×1000 L×0.21=300.09 gr1.429g/L×1000L×0.21=300.09gr

        Argon (Ar):

          • Hlutfall í andrúmslofti: um það bil 0.93%

          • Þéttleiki: 1.784 g/L

          • Þyngd í rúmmetri: 1.784 g/L×1000 L×0.0093=16.59 gr1.784g/L×1000L×0.0093=16.59gr

          Koltvísýringur (CO₂):

            • Hlutfall í andrúmslofti: um það bil 0.041%

            • Þéttleiki: 1.977 g/L

            • Þyngd í rúmmetri: 1.977 g/L×1000 L×0.00041=0.811 gr1.977g/L×1000L×0.00041=0.811gr

            Þessi útreikningar sýna þyngd helstu lofttegunda í rúmmetri af andrúmslofti við staðlaðar aðstæður.

            "Loft­hreinsi­verið er hannað til að fanga allt að 36.000 tonn af kolt­ví­sýr­ingi (CO2) á ári sem er síðan dælt niður og bund­inn í jarðlög með tækni Car­bfix. Á Íslandi starfar Cli­meworks í sam­starfi við Car­bfix, um bind­ingu kolt­ví­sýr­ings­ins sem Cli­meworks fang­ar, og Orku nátt­úr­unn­ar." segir í frétt MBL - https://www.mbl.is/frettir/taekni/2024/05/09/staersta_lofthreinsiver_i_heimi_opnad_a_islandi/

            Samkvæmt þessu þurfa þeir að dæla 36.000.000.000/0,8 gr/rúmm =45.000.000.000 rúmmetrum af lofti í gegnum þetta hreinsiver ef þeir ná öllu CO2 úr andrúmslofti.
            Ef vifturnar eru 1 metri í þvermál þá þarf 511 slíkar viftur með 100% virkni. Umhverfisáhrifin verða að allar plöntur munu drepast nálægt verinu svo og jarðhræringar vegna niðurdælingarinnar.

            Svanur Guðmundsson, 13.5.2024 kl. 14:40

            5 Smámynd: Svanur Guðmundsson

             511 viftur sem er 1kw hver þarf því 4.475 MWh á ári.

            Svanur Guðmundsson, 13.5.2024 kl. 14:54

            Bæta við athugasemd

            Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

            Innskráning

            Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

            Hafðu samband