Laugardagur, 4. maí 2024
Kosningar fá blaðamenn til að vinna vinnuna sína
Forsetaframboð ýmissa einstaklinga eru að fara eins og hreinsandi eldur um marga afkima íslensks samfélags. Menn eru látnir svara fyrir rangar ákvarðanir á ögurstundu, gerðir minnislausir í útsendingu og núna er ringulreiðin innan hinnar íslensku stjórnsýslu líka komin í sviðsljósið, í þessu tilviki innan Orkustofnunar en þar tel ég víst að ekkert óvenjulegt sé á ferð þótt það sé óeðlilegt. Maður fær það miklu frekar á tilfinninguna að innan hins opinbera ríki algjör glundroði sem kostar skattgreiðendur óhemju tíma og fjár.
Til dæmis las ég á einum stað um raunir manns sem hafði lengi haft íbúð í útleigu en skyndilega fengu leigjendur hans engar húsaleigubætur því einhver þriðji aðili hafði skráð lögheimili sitt á íbúðina, og gat það alveg án afskipta eiganda. Við tók mikið flakk á milli Þjóðskrár, Hagstofu og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar ríkisins sem tala ekki saman, deila ekki upplýsingum og vísa hver á aðra.
(Góður grikkur gegn einhverjum sem manni líkar illa við gæti þá verið að skrá lögheimili sitt á heimili hans og baka honum allskyns vandræði í samskiptum hans við hið opinbera.)
Í viðleitni sinni til að þrýsta aðeins á frambjóðendur eru blaðamenn að byrja vinna vinnuna sína. Það er gott. Enn betra væri að þeir gerðu það allan ársins hring og ekki bara á tímum kosningabaráttu. En það er kannski óhófleg bjartsýni. Sjáum hvað setur.
Ráðuneytið kannast ekki við samráð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:45 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.