Miðvikudagur, 1. maí 2024
Samsæriskenning allra samsæriskenninga: Engin samsæri í gangi
Í dag birtist á vefritinu Krossgötum grein eftir mig um lygar sem bráðna. Ég mæli auðvitað með henni allra en langaði að koma sérstaklega inn á þessa efnisgrein:
Sú samsæriskenning að yfirvöld stundi engin samsæri er röng. Þau stunda mörg samsæri, oft í samvinnu við ýmis alþjóða- og hagsmunasamtök. Okkur er sagt frá sumum þessara samsæra en ekki öllum. Við vitum til dæmis ekki af hverju viðbrögð Vesturlanda á veirutímum voru svona samstillt og hvort það sé verið að brugga einhver launráð fyrir næsta heimatilbúna vandamál.
Fyrir tilviljun fékk ég nefnilega fréttabréf í dag sem hófst á þessum orðum:
Ef þér hefur einhvern tíma þótt eins og fjölmiðlar hafi sömu skoðun á ýmsum fréttum, og nota allt að því sömu setningarnar, og vinir þínir kalla þig samsæriskenningasmið fyrir svo mikið sem að velta þessu fyrir þér, haltu þér fast. Þú ert að fara að fá réttlætingu.
**********
If it´s ever seemed to you as if media outlets have identical takes on various news items, down to the phraseology they use, and your friends call you a conspiracy theorist for so much as wondering about it, hold on. You´re about to be vindicated.
Ástæðan er þessi afhjúpun miðilsins Politico. Fyrirsögnin segir allt sem segja þarf (Inside the Off-the-Record Calls Held by Anti-Trump Legal Pundits) en lesturinn áhugaverður þótt fátt komi á óvart. Auðvitað tala spekingarnir sem fá boð í viðtöl sín á milli og stilla saman strengi. Auðvitað eru blaðamenn þvert á fjölda fjölmiðla að stunda stórt samsæri þar sem sama fréttin er sögð með svipuðum hætti á mörgum stöðum (safe and effective, einhver?).
Svona er ekki bara búið um hnútana þegar rætt er um málefni Donald Trump. Svona voru veirutímar líka, svona er framleidd umfjöllun um loftslagsmál og svona er líka fjallað um ýmis staðbundin átök sem bandarísk yfirvöld hafa af ýmsum ástæðum meiri áhuga á en öðrum (og áhugi okkar verður nákvæmlega sá sami).
Svona erum við talin í trú um að það sé bara ein rétt skoðun og að aðrar skoðanir séu samsæriskenningar. Það er nokkuð kaldhæðnislegt því það er þá hið eina sanna samsæri sem ræður því hver er kallaður samsæriskenningasmiður og hver ekki.
En þú hefur val, jafnvel án þess að leggjast í eigin rannsóknir. Þú getur efast, og þá sérstaklega þegar þú finnur að það er bara ein viðurkennd skoðun sem fær aldrei málefnalegt aðhald í fjölmiðlum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:50 | Facebook
Athugasemdir
Ábyrgðin er einstaklinganna, sem verða að hafa fyrir því að vinna úr upplýsingum.
Ragnhildur Kolka, 2.5.2024 kl. 09:00
Sæll Geir.
Það er gott og blessað að þú sért staðfastur í þeim skoðunum þínum sem oft ganga þvert á almenningsálitið og standa því iðulega þversum í ágætu fyrirmyndar fólki, sem illa innrættir einstaklingar hafa lúmskt gaman að.
Það má kannski segja að skipulögð skoðanamyndun fyrir sauðsvartan almúgann hafi sína kosti og sé eðlileg á okkar tæknivæddu tímum og kemur eflaust stundum í veg fyrir eitthvað rugl, en hættan stóra í svona World Wide skoðana smíðum er auðvitað sú að í raun og veru sama fjárans ruglið rati eftir sem áður á borð kenningasmiðana í Davos og Pentagon - bara í margföldum mæli.
Eða með öðrum orðum, eins og hann faðir minn sagði stundum:
Það er nú alveg hægt að raka sig, þó maður skeri ekki af sér hausinn.
Jónatan Karlsson, 2.5.2024 kl. 10:25
Jónatan,
Ég lét á sínum tíma plata mig til að lýsa yfir stuðningi við innrás Bandaríkjanna í Kúvæt á fölskum forsendum (að slík innrás væri nauðsynleg til að koma Írak úr Kúveit, og að Írakar hyggður beita efnavopnum).
Maður lætur ekki slíkt brunasár hverfa alveg úr minningunni. Ekki dregur það heldur úr mér að sjá lygasögur yfirvalda afhjúpast eina af öðrum, frá þess sem telst gott mataræði til þess hvaða útlendingur er skúrkurinn í dag.
Geir Ágústsson, 2.5.2024 kl. 15:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.