Miðvikudagur, 17. apríl 2024
Út að keyra, skattleggja meira, háls nef og eyra
Árið 1989 birtist í áramótaskaupinu atriði sem hafði af einhverjum ástæðum djúp áhrif á mig, 11 ára snáða. Ég átti skaupið á upptöku (VHS) og hlustaði ítrekað á það til að heyra textann, vélrita og eiga.
Með vélrita meina ég: Skrifa á ritvél. Þetta var áður en heimilið eignaðist tölvu og hvað þá prentara.
Kannski var þetta atriðið sem gerði mig að frjálshyggjumanninum sem ég uppgötvaði mörgum árum seinna að ég væri.
Hvað um það. Þetta atriði kemur mér oft til hugar. Það er kannski við hæfi að hafa textann allan eftir:
Skattmann!
Morgunstund gefur gull í mund.
Skattleggja alla,
konur og kalla.
Út að keyra,
skattleggja meira,
háls, nef og eyra.
Berja, kýla, slá, vá!
Loka, hlekkja,
halda áfram að svekkja,
hér kemur ekkja.
Berja, kýla, slá,
farðu svo frá.
Skattleggja allt,
ríka sem snauða,
fæðingu og dauða,
ástir og unað,
allt nema munað.
Berja, kýla, slá,
mér liggur á!
Skattmann.
Lok, lok og læs,
svona er ég næs!
Þessi texti er auðvitað barn síns tíma. Fyrir utan að skattleggja ekkjur, fæðingu og dauða er núna verið að skattleggja okkur fyrir að prumpa, anda, keyra og henda rusli í ruslafötuna. Nýlega byrjuðu íslensk yfirvöld að fjármagna vopnakaup og svo þarf auðvitað að niðurgreiða geldingar á ungmennum og uppihald á mæðrum sem aðskilja feður og börn.
Kannski eitthvert skáldið geti tekið að sér að búa til nútímalegri útgáfu?
Í öðrum fréttum: Skatturinn á Íslandi hefur heimild til að féfletta fólk ef atvinnurekandi þess fer yfir einhver handahófskennd mörk í kostnaði við árshátíð, sem þó er að megninu til bara ferðakostnaður, matur, drykkur og gisting. Það vissi ég ekki.
Starfsfólk gæti fengið reikning frá Skattinum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:52 | Facebook
Athugasemdir
FLÝIÐ.
Guðjón E. Hreinberg, 17.4.2024 kl. 20:28
Bara að fleiri hefðu vaknað um þessi áramót 1989,en úr því svo var ekki verður þú bara að vera hrópandinn í eyðimörkinni. Covid kom þó hreyfingu á marga.
Ragnhildur Kolka, 18.4.2024 kl. 10:56
Því miður virðist það vera að sprauturnar hafa eyðilagt
heilsellur í svo mörgum íslendingum að það er tilbúið að
kjósa Kötu, Baldur eða Gnarrinn sem forseta.
Segir allt um ástandið á þessu skeri.
Stórasta og spilltasta land í heimi.
Sigurður Kristján Hjaltested, 18.4.2024 kl. 15:23
Held að það sé ekki heimilt að skattleggja svona lagað hjá hinum almenna starfsmanni ef þetta stendur öllum starfsmönnum til boða og þeir ekki eigendur eða nátengdir eigendum.
Hinsvegar eru takmarkanir á heimild félaga til gjaldfærslu á svona hlunnindum og er þá miðað við að kostnaður sé umfram það sem eðlilegt getur talist. Engin heimild til gjaldfærslu ef hlunnindin standa bara útvöldum til boða en ekki öllum starfsmönnum.
Þá gefur auga leið að einhver takmörk verða að vera á skattfrjálsum og gjalfæranlegum hunnindum. Ekki gengur að eigandi og eini starfsmaður félags gefi sjálfum sér einbýlishús í jólagjöf og borgi fyrir hann árshátíð á Bora Bora. Á það að vera skattfrjálst og gjaldfæranlegt?
Bjarni (IP-tala skráð) 18.4.2024 kl. 16:46
Bjarni,
Fengu starfsmenn eitthvað annað en timburmenn út úr þessari árshátið, til jafns við árshátíðir lítilla fyrirtækja sem eru ekki með starfsmenn um allt land?
Geir Ágústsson, 18.4.2024 kl. 21:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.