Myndir sem segja þúsund orð

Í fréttum er nú sagt frá tilnefningum til barnabókaverðlauna Reykjavíkur 2024. Ég held að ég hafi aldrei heyrt um þessi verðlaun áður og fór aðeins á stúfana og rakst á mynd frá árinu 2020 sem segir þúsund orð.

bbvrvk

Í fyrsta lagi blasir við að myndin er frá veirutímum þegar handahófskenndar fjarlægðir á milli fólks utandyra áttu að koma í veg fyrir að loftborin veira ferðaðist á milli skrokka. Hjátrú sem skilaði engu, svo því sé haldið til haga.

Í öðru lagi sést hérna borgarstjóri sem er búinn að kafsigla borginni sinni í skuldum að deila út eins og milljón krónum til nokkurra listamanna úr vösum skattpíndra útsvarsgreiðenda. Veiruleikatengingin er engin.

Í þriðja lagi sést hérna hvernig stjórnmálamenn nýta hvert tækifæri til að kaupa sér vinsældir og athygli. Borgarstjóri lætur vitaskuld taka af sér ljósmynd þar sem hann er sjálfur í miðjunni og listamönnunum stillt upp í kringum hann. Það mætti ætla að borgarstjóri hafi unnið verðlaun.

Í fjórða lagi sést hérna líka dæmi um það hvernig gæluverkefnin hafa tekið algjörlega við af kjarnastarfsemi í opinberum rekstri. Af hverju er gjaldþrota borg að eyða milljón í að verðlauna barnabækur? Nú fyrir utan allan kostnaðinn við umstangið: Að finna tilnefningar, að fara yfir bækurnar, að skipuleggja veitingu verðlaunanna. Sennilega er raunverulegur kostnaður við umstangið margfalt verðlaunaféð. Vel rekin borg sem hefur efni á svona lagað getur auðvitað hent einhverjum brauðmolum í barnabókaverðlaun en þetta er ekki lýsing á Reykjavík í dag.

Í fimmta lagi er um að ræða mynd sem færi prýðilega vel í sögubókum framtíðarinnar þegar menn minnast tíma stjórnalausrar opinberrar sóunar, hjátrúar sem var kölluð vísindi, stjórnmála sem snérust um sýndarmennsku og blaðamanna sem spurðu aldrei spurninga.


mbl.is Þessi eru tilnefnd til Barnabókaverðlauna Reykjavíkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Á meðan er Borgarskjalsafn lagt niður á mjög hæpnum forsendum

Sparnaður og aukin þjónusta með flutningi verkefna Borgarskjalasafns | Reykjavik

en þá eru líka viljandi notaðar steindauðar mydir
Mynd frá Borgarskjalasafni. Sýnir gang með hillum til beggja handa, þær eru fullar af brúnum kössum með skjölum í.

Grímur Kjartansson, 15.4.2024 kl. 19:53

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Grímur,

Reykjavík hefur verið mjög góð að sóa pening með því að spara pening. Ég veit til dæmis hvað þeir gerðu við fólkið sem sá um viðhald og umsýslu með prentara, spjaldtölvur og álíka. Það var rekið og öllu útvistað og kostnaðurinn jókst, að mér skilst. Ríkið mun ekki taka við öllum skjölum borgarinnar ókeypis. 

Borgin getur ekki framkvæmt, útvistað, viðhaldið, rekið eða reist nokkurn skapaðan hlut án þess að útgjöld aukist, virðist vera.

Geir Ágústsson, 16.4.2024 kl. 06:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband