Kannski leyndur hæfileiki þar á ferð

Margir Íslendingar hafa áhyggjur af Alþingi. Þar eru erlendar tilskipanir stimplaðar og innleiddar með harkalegasta mögulega hætti án málefnalegs aðhalds. Stjórn og stjórnarandstaða dansa í slíkum málum og mörgum öðrum í takt. Forsetinn sér svo um að krota nafn sitt á þetta allt saman.

Einhverjir frambjóðendur til embættis forseta Íslands hafa bent á þetta og einn þeirra, Arnar Þór Jónsson, setur slíkar áhyggjur á oddinn í sinni kosningabaráttu og er sá eini sem ræðir þetta vandamál með trúverðugum hætti.

En núna hefur orkumálastjóri boðað sig til leiks og kannski er þar um óvæntan glaðning að ræða. Orkumálastjóri hefur flækst fyrir mörgum áætlunum fyrirtækja sem vilja framleiða meira af endurnýjanlegu rafmagni á Íslandi og spyrna þar með fótum við þeim orkuskiptum sem eru að eiga sér stað í dag (að stórir notendur séu að skipta úr rafmagni yfir í olíu).

Orkumálastjóri virðist geta gert þetta afleiðingalaust svo árum skiptir.

Kannski er þetta alveg hárréttur einstaklingur í embætti forseta! Lögin eru keyrð frá Alþingi til Bessastaða en í stað þess að undir þau sé skrifað þá enda þau ofan í skúffu svo árum skiptir. Að vísu bitnar slíkt á bæði góðum lögum og vondum en betra er að fórna þremur góðum málum til að stöðva eitt vont.

Kannski Bessastaði vanti einmitt einstakling sem skilur ekki hlutverk sitt í gangverkinu og flækist meira fyrir en hitt.

Fengu Íslendingar óvænt alveg ljómandi frambjóðenda af óvæntum ástæðum?


mbl.is Halla Hrund býður sig fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þetta kalla ég að hugsa utfyrir boxið. Kærar þakkir fyrir þetta frábæra innlegg sem annars var að verða að keppni um hver væri mesti globalistinn. 

Ragnhildur Kolka, 7.4.2024 kl. 12:13

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Þeir eru flestir alveg æstir í að komast í erlenda kampavínið. Höllurnar þekkja það báðar vel en að vísu frá mismunandi stöðum.

Geir Ágústsson, 7.4.2024 kl. 15:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband