Laugardagur, 23. mars 2024
Málfrelsiđ lifir (la libertad de expresión vive)
Einu sinni var auđvelt fyrir yfirvöld ađ takmarka málfrelsiđ og tjáningu. Ţađ var hćgt ađ loka útvarpsstöđ eđa banna prentmiđil og máliđ var leyst.
En núna er öldin önnur og lítil frétt segir ţá sögu:
Spćnskur dómstóll hefur bannađ samskiptamiđilinn Telegram tímabundiđ vegna meintra brota á höfundarrétti nokkurra útvarpsstöđva. ...
Miđillinn virkar ţó enn á spćnsku landsvćđi.
Ţegar smáatriđunum er sleppt stendur eftir ađ bann yfirvalda er sennilega ígildi stjórnarskrár: Einhver orđ á pappír sem enginn fer eftir í raun ef yfirvöld í fjarveru andspyrnu almennings er á annarri skođun.
En af hverju er ekki hćgt ađ banna Telegram? Jú, af ţví fyrirtćkiđ hefur fariđ í gegnum ákveđiđ ferli til ađ komast ađ ţví hvernig ţjónustu ţess verđi ekki lokađ. Af heimasíđu fyrirtćkisins:
Flestir forritarar á bak viđ Telegram komu upphaflega frá St. Pétursborg, borg sem er frćg fyrir fjölda mjög hćfra verkfrćđinga. Telegram teymiđ ţurfti ađ yfirgefa Rússland vegna stađbundinna upplýsingatćknireglugerđa og hefur reynt fjölda stađa sem bćkistöđ, ţar á međal Berlín, London og Singapúr. Eins og er erum viđ ánćgđ međ Dubai, ţó viđ séum tilbúin ađ flytja aftur ef stađbundnar reglur breytast.
**********
Most of the developers behind Telegram originally come from St. Petersburg, the city famous for its unprecedented number of highly skilled engineers. The Telegram team had to leave Russia due to local IT regulations and has tried a number of locations as its base, including Berlin, London and Singapore. Were currently happy with Dubai, although are ready to relocate again if local regulations change.
Mjög margt annađ fróđlegt er hćgt ađ lesa á sömu heimasíđu, eins og um verđlaun sem fyrirtćkiđ heitir ef einhverjum tekst ađ brjóta dulkóđunina á skilabođum á ţjónustu ţess.
En Telegram er ekkert einsdćmi. Raunar er hörđ samkeppni um ađ geta kallast öruggasta skilabođaţjónustan og sú sem er minnst viđkvćm fyrir viđhorfum ýmissa stađbundinna yfirvalda. Ţessar skilabođaţjónustur ţefa uppi svćđi ţar sem gögn ţeirra eru öruggust og síst líkleg til ađ verđa yfirvöldum ađ bráđ. Ţau fćra sig til hiklaust. Skýjaţjónustur svokallađar vinna ekki innan ríkja heldur í öllum heiminum.
Á veirutímum skutu yfirvöld sig svo rćkilega í fótinn međ takmörkunum á tjáningu og málfrelsi ađ ţađ verđur ekki aftur snúiđ. Hver einasti einstaklingur međ einhvers konar tćki í höndunum getur núna fundiđ leiđir til ađ kynna sér óhefta tjáningu og beita slíkri.
Eđa eins og ég skrifađi í nýlegri grein á Krossgötum:
Ţegar fjölmiđlar völdu á tćkniöld ađ ţagga niđur í skođunum og reyna ađ móta umrćđuna og viđhorf fólks, flytja áróđur yfirvalda gagnrýnislaust og uppnefna gagnrýnendur sem samsćriskenningasmiđi ţá viku ţeir sjálfum sér af vellinum. Í stađinn hefur sprottiđ upp algjörlega nýtt umhverfi ţar sem málfrelsiđ verđur ekki hamiđ.
Ekki eru allar skođanir jafngóđar, og ekki ţarf ađ eyđa tíma í ţćr allar, en ađ ţćr fái ađ heyrast er gott í sjálfu sér og verđur úr ţessu ekki stöđvađ.
Telegram bannađ tímabundiđ á Spáni | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:37 | Facebook
Athugasemdir
Fljótlega eftir ađ stríđiđ í Úkraínu byrjađi forđađi rússneskur fyrrum skólafélagi minn sér út af Whatsapp ţar sem viđ bekkjarfélagarnir spjölluđum um heimsmálin og ýmislegt fleira. Hann fór yfir á Telegram. Ástćđan sem hann gaf okkur var sú ađ hann treysti sér ekki til ađ láta skođanir sínar í ljósi lengur á Whatsapp ţví hann vissi ađ rússnesk stjórnvöld fylgdust međ ţví sem ţar fćri fram, en hann var sjálfur gagnrýninn á ţau og stríđsreksturinn.
Ţorsteinn Siglaugsson, 23.3.2024 kl. 20:41
Ţorsteinn,
Ég trúi ţví vel. Og samruni WhatsApp viđ Facebook og deiling upplýsinga ţar á milli hefur ekki bćtt fyrir ţá veikleika sem WhatsApp hrjáđist af fyrir. Sem dćmi má nefna ţá lokuđu brasilísk yfirvöld ţjónustunni á tímabili og gátu ţađ. Vissulega til ađ reyna hamla samskiptum eiturlyfjasala, en samt.
Geir Ágústsson, 24.3.2024 kl. 13:56
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.