Ókeypis atkvæði sem einhver þarf að mjólka

Ég rakst í dag á fjésbókinni á færslu sem var að raða á sig viðbrögðum og athugasemdum:

sdg

Ein athugasemdanna var svohljóðandi:

Ekki mjólka afhvæði……..please þú getur betur

Ekki mjólka atkvæði segir þú? 

Hvað á stjórnmálamaður að gera ef hann á ekki að mjólka atkvæði?

Ríkisstjórnin er að reyna mjólka atkvæði núna með því að lofa tugmilljörðum af fé annarra í sértækar lausnir handa skjólstæðingum nokkurra stéttarfélaga. Allir klappa fyrir því og kalla stóran sigur. Ég fagna því vissulega að í stað verkfalla komi samningar, en reikninginn þarf að borga engu að síður.

Að benda á galopin landamæri sem hleypa frekar inn ofbeldisfólki en verðmætaskapandi fólki kostar ekkert aukalega. Landamæraverðirnir eru nú þegar á launum. Þeir þurfa bara að stytta kaffihléin. Verðmætasköpun þeirra má svo mæla í minnkandi kostnaði við löggæslu, sérsveitaraðgerðir og bráðaaðgerðir eftir stunguárásir (eitt stærsta áhyggjuefni lögreglunnar um þessar mundir). Kaffihlé landamæravarða verða að kaffihléum heilbrigðisstarfsmanna. Ég væri ánægður með það.

Það þýðir ekkert að biðja stjórnmálamenn um að nýta ekki aðstæður til að mjólka atkvæði. Mörg atkvæði á Íslandi eru að bíða eftir því að verða mjólkuð. Þeir eru til sem vilja ekki að samfélagið flosni upp en gætu aldrei hugsað sér að kjósa Miðflokkinn og vilja frekar kjósa Samfylkinguna. Um daginn var opnað á slíkan möguleika. Þeir eru til sem vilja að velferðarkerfið þjóni því samfélagi sem fjármagnar það en ekki öðrum (en að eitthvað af því sem er aflögu renni mögulega í annað). Atkvæði þess fólks eru mögulega ennþá laus og tilbúin til mjólkunar.

Stjórnmálamenn halda stundum að kjósendur þeirra séu blaðamenn. Það er rangt. Kjósendur þeirra eru borgararnir: Skattgreiðendurnir, sjúklingarnir, öryrkjarnir, fjárfestarnir. Ekki hælisleitendur með alla sína framandi töfra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Eru ekki allir til í smá deadpool?

Ég hugsa:

Líkurnar á að Bjarni B verði myrtur af Gaza-terrorista nálgist 1.  Veðmál með því eru góðar líkur, lítið payoff.

Kata Jak: ekki jafn miklar líkur, en hærri en 1/63.  Sennilega meiri en 50%.

Þeir sem eru mest að sniglast kringum No Borders eru í 2X meiri hættu en hinir.

Líkurnar á að *einhver* alþimgismaður eða ráðherra verði rekinn á hol af Gaza-krimma eru miklar.  Líklega 1, eins og áður var nefnt.

Ásgrímur Hartmannsson, 8.3.2024 kl. 22:39

2 Smámynd: Haraldur G Borgfjörð

Ja og ríkisstjórnin flutti in enn fleirra glæpalið í dag 

Haraldur G Borgfjörð, 9.3.2024 kl. 01:10

3 identicon

Ég er ekki að skilja af hverju fólki utan schengen er yfir höfuð hleypt inn í landið án vegabréfsáritunar.  Af hverju er því ekki vísað strax úr landi áður en því er hleypt inn í landið.  Það var gert við mig þegar ég reyndi að fara til Brunei, snúið við á landamærunum og látinn sjálfur borga fargjaldið aftur til Malaíu.

Ekki fékk ég vegabréfsáritun til Ástralíu, staddur í Indonseiu, af því ég gat ekki sýnt fram á að ég gæti framfleytt mér.  Þetta var fyrir tíma internetsins og að fá uppgefna ónýtta heimild á kreditkortinu hefði tekið vikur í sniglapósti og þegar þær hefðu loksins borist hefðu þær fyir löngu verið orðnar úreldar.

Ekki fékk ég vegabréfsáritun til Rússlands, hvorki hjá sendiráðinu í Reykjavík eða Helsinki, nema að ég ferðaðist með fwrðaskrifstofu.  Én ég ferðast ekki í rolluhópi sem eltir fararstjórann.

Ég hef séð fullyrðingar frá lítt silgdum vitleysingum sem fullyrða að íslendingar geti farið til hvaða lands sem er og jafnvel fengið þar atvunnuleyfi með engri fyrirhöfn.  Ekkert er fjarri sannleikanum.  Íslendingar þurfa vegabréfsáritun til flestra landa heimsins.  Oft er hún fáanleg við komu en það er langt frá því að vera sjálfgefið.  Varðandi atvinnuleyfi þá er það svo gott sem ófáanlegt fyrir utan schengen.  No border fábjánarnir ættu að prófa það að fara til Ástralíu til að vinna án allra nauðsynlegra pappíra.  Hætt við að þau kæmu aftur heim fáum dögum síðar með brostnar vonir og drauma, en væntanlega jafn vitlaus og áður en ca. 1 milljón fátækari.  Ekkery mál, pabbi borgar.

Bjarni (IP-tala skráð) 9.3.2024 kl. 02:09

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Satt segirðu - atkvæðaveiðar eru álfa og omega stjórnmálamanna. Sýnd veiði en ekki gefin, því  stjórnarsáttmálar þynna gjarnan út loforðin. 

Ragnhildur Kolka, 9.3.2024 kl. 09:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband