Sunnudagur, 28. janúar 2024
Nýja Ísland stunguárásanna
Í bráðabirgðatölfræði lögreglu fyrir árið 2023 segir meðal annars:
Fjölgunin er mest í flokki alvarlegra ofbeldisbrota en lögregla hefur haft nokkrar áhyggjur af þeirri þróun. Þannig voru skráð 171 stórfelld og 186 meiriháttar ofbeldisbrot árið 2023 en meðaltal síðustu þriggja ára á undan var 142 stórfelld og 125 meiriháttar brot.
Einn þáttur sem skýrir þessa þróun í fjölda alvarlegra ofbeldisbrota er fjölgun mála þar sem vopn, þá helst stunguvopn, eru til staðar í málum. Í slíkum tilvikum þá þarf almenn lögregla alla jafna að vopnast og hefur þeim tilvikum fjölgað verulega síðustu ár og voru skráð 72 slík tilvik árið 2023 samanborið við 40 tilvik árið á undan.
Hérna hefði verið gagnlegt að fá einhverja nánari greiningu á tölfræðinni, meðal annars eftir kyni, þjóðerni og staðsetningu (lögregluumdæmi). Rígur tveggja staðbundinna glæpaklíka gæti hæglega drifið upp tölurnar. Heildartalan segir ekkert.
Miðað við reynsluna gæti maður óttast að eftir frekari greiningu á gögnunum verði þeim einfaldlega stungið ofan í skúffu. Það gæti verið vegna þess að gögnin gætu þótt óþægileg og vakið upp óæskileg viðbrögð í afar viðkvæmu ástandi eins og einn þingmaðurinn orðaði það til að réttlæta þöggun í ákveðinni umræðu.
Ef kemur í ljós að hin mikla aukning í alvarlegum ofbeldisbrotum tengist stjórnlausum innflutningi á arabískum karlmönnum, sem hafa lítið fyrir stafni, þá er alveg öruggt að tölurnar enda ofan í skúffu og enginn blaðamaður mun spyrja spurninga.
Í Danmörku starfar hugveitan Unitos að því að birta tölfræði og greiningar er snúa að innflytjendum og innflytjendamálum í Danmörku. Það er ekki gert af neinni andúð á útlendingum. Danir bjóða duglega útlendinga velkomna enda skortir þá vinnuafl. Þeir eru hins vegar á bremsunni gagnvart stórum innflutningi á fólki sem leggst á kerfið og lokar sig af í gettóum. Það mætti segja að hin íslenska nálgun sé öfug í báðum liðum. En tölfræðina þarf að skola upp á yfirborðið.
Eru ekki einhver upplýsingalög í gildi á Íslandi? Eða eru þau upp á punt í afbrotamálum rétt eins og sóttvarnamálum, forræðismálum og málefnum barna sem er verið að eyðileggja með hormónum?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:05 | Facebook
Athugasemdir
Þöggunin hefur nú þegar leitt til þess að allir gra bara sjálfkrafa ráð fyrir að einhverjir hælisleitendur hafi verið að verki, í hvert einasta sinn sem einhver glæpur er framinn.
Ásgrímur Hartmannsson, 28.1.2024 kl. 17:05
Ásgrímur,
Það er nefnilega málið. Þetta er svona svolítið eins og að ætla sér að stífla hraðsuðuketil: Hin óumflýjanlega sprenging verður stjórnlaus. Og almenningsálitið líka.
Ég las einhvers staðar hvernig yfirboð ríkisins á leiguhúsnæði í Reykjanesbæ sé farið að bitna á duglegu erlendu starfsfólki á Keflavíkurflugvelli sem er jafnvel orðið heimilislaust núna ef það hefur þá ekki hreinlega hrökklast úr landi. Það er því mögulega verið að skipta á duglegum útlendingum og þeim sem eiga ekkert erindi í samfélagið - leggja ekkert af mörkum (sem er kannski vegna takmarkana) og það sem verra er, skemma samfélagið (sem er val).
Geir Ágústsson, 28.1.2024 kl. 17:12
Það er skýrt tekið fram í fjölmiðlum að íslendingur var handtekin á Tene um daginn.
Arabar, negrar og aðrir litaðir krimmar á íslandi eru aldrei nefndir í hérlendum fjölmiðlum, nema þeim minnst lesnu kannski.
Hér eiga sjálfsögðu að vera reglur þess efnis, að ef einhver erlendur karlmaður áreitir konur eða eignir annara, skal hann yfirgefa landið strax, og aldrei snúa til baka þótt hann eigi hér kærustu eða barn.
þar sem íslendingar taka á þessum glæpamönnum með silkihönskum, versnar ástandið hrikalega á örstuttum tíma.
Loncexter, 29.1.2024 kl. 20:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.