Íslendingar geta alveg. Er það í lagi?

Innviðir á Íslandi eru vanræktir. Raforkuframleiðsla er í lás. Flutningsnetið nær ekki að dreifa þeirri orku sem þó er til. Það vantar lóðir fyrir hús. Regluverkið er að drepa margar atvinnugreinar. 

Kunna Íslendingar ekki lengur að leysa vandamál? Að koma sér í verkið? Að gera það sem gera þarf?

Jú, auðvitað kunna þeir það. Alveg hreint magnað dæmi um það er myndin hér að neðan sem sýnir gröfur að verki að reisa varnargarða fyrir hraun sem er hreinlega á leiðinni, og sennilega komið það nálægt að hitinn finnst vel á vinnusvæðinu.

grafahraun

Ef þetta lýsir ekki hinu gamla góða íslenska hugarfari þá veit ég ekki hvað.

En nú þarf auðvitað að spyrja hinna erfiðu spurninga:

  • Er Vinnueftirlitið búið að meta starfsumhverfi þarna og gefa því grænt ljós?
  • Eru leyfi til efnistöku til staðar?
  • Er búið að framkvæma umhverfismat?
  • Er búið að framkvæma hávaðamælingar?
  • Verður kolefnisspor framkvæmdanna jafnað eða mega Íslendingar búast við reikningi frá Evrópusambandinu?
  • Er flokkunaraðstaða á vinnusvæðinu í samræmi við fyrirmæli hringrásarhagkerfisins?
  • Er kynjahlutfall á vinnusvæðinu jafnt eða þarf að ráðast í úrbætur þar?
  • Er búið að skoða endurmenntunarskilríki gröfumanna?
  • Hefur átt sér stað opið samráð um þessar framkvæmdir með tilheyrandi kæruferlum?
  • Er öruggt að Evrópusambandið lumi ekki á einhverjum reglugerðum sem banna þessar framkvæmdir?

Þetta eru bara hinar augljósu spurningar sem þarf að setja í forgang að svara. Það er fáheyrt að svona skilvirkar framkvæmdir sem miða að því að leysa brýnt vandamál fái einfaldlega að eiga sér stað.

Nema menn vilji mögulega snúa við blaðinu og hugleiða aðeins hvernig er haldið aftur af Íslendingum með allskyns þvælu og rugli. Það væri mín ósk.

Um leið vil ég senda baráttukveðjur til þeirra í framlínunni í Grindavík. Vonandi bjargast bærinn - þessi mikilvæga framleiðslustöð verðmæta á Íslandi, þar sem samfélagið er að því er ég hef heyrt gott.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góður piatill.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 14.1.2024 kl. 17:57

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þetta er ljóslega allt kolólöglegt og verður kært bráðlega, og allir sem verða fundnir sekir dæmdir í langt fangelsi, jafnvel sendir beint á Borgundarhólm.

Þú veist að það eru að myndast litlur ruslahaugar umhverfis Reykjavík, er það ekki?

Það kostar nefnilega haldlegg og fótlegg að helda rusli, svo fólk leitar annað.  Og það er klukkutíma bið...

Ásgrímur Hartmannsson, 14.1.2024 kl. 18:20

3 identicon

Rétt skal vera rétt:

Góður pistill!

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 14.1.2024 kl. 18:23

4 Smámynd: Loncexter

Flestir í stjórnkerfinu koma úr Háskólanum. Er eitthvað mikið að þar, eða ?

Hvað eru allar konurnar að gera sem ætluðu aldeilis að láta til sín taka í stjórnkerfinu þegar kvennabarátta þeirra náði loksins hámarki ? 

Loncexter, 14.1.2024 kl. 20:39

5 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Frábær pistill.

Sigurður Kristján Hjaltested, 14.1.2024 kl. 21:24

6 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Fyrstu setningarnar í þessum pistli eru algjör snilld hvernig regluverkið er að lama dugnað okkar góðu þjóðar.

Þrátt fyrir að þjóðareinkenni okkar séu enn til staðar eru þau að dvína og þynnast út.

En allt verður gert til að hjálpa Grindvíkingum, þannig á þetta að vera.

Ingólfur Sigurðsson, 14.1.2024 kl. 23:23

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Geir.

Þú ert bara með þetta, tær snilld.

Harmur þjóðar, sem engu kemur orðið í verk, en Dagískar (stofnanablaður) þeim mun meir, í hnotskurn.

Miklar þakkir.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 15.1.2024 kl. 10:30

8 Smámynd: Geir Ágústsson

Takk fyrir innlitið og athugasemdirnar.

Ég gleymdi auðvitað að óska eftir umsögn Landverndar til að drepa verkefnið endanlega. Það kemur bara næst.

Geir Ágústsson, 15.1.2024 kl. 15:20

9 identicon

Mjög góð grein. 

Halldór Nellet fyrrverandi skipherra LG skrifaði einnig stórgóða grein þann 23 Sept ´23, þar sem hann giskar á að togvíraklippurnar hefðu aldrei fengið samþykki með sama stjórnskipulag og er í dag. Og þá væri spurning hvort þorskastríðin hefðu nokkuð unnist? 

Bragi (IP-tala skráð) 16.1.2024 kl. 00:16

10 Smámynd: Jónatan Karlsson

Við lestur upphafs agætrar færslu þinnar, minntist ég þeirrar skoðunar minnar á hinu svokallaða hruni eða fremur ráni, að þar hefði ásetningurinn verið að koma okkur svo rækilega á hnén, að einasta björgunin væri að þiggja boð um björgun, við inngöngu okkar í ESB.

Það heppnaðist ekki vegna Icesave og Ólafs Ragnars og nokkura vaskra sveina, eins og við minnumst, svo nú er gripið til gamalla einskonar Trjóuhests ráða, þ.e.a.s. víðtækra ráðninga svikara vítt og breitt kerfinu, án þess að nefna nein nöfn, því þjóðernisdraumar eyjunar auðugu skulu kæfðir - hvað sem það kostar.

Jónatan Karlsson, 16.1.2024 kl. 07:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband