Ekki treysta sérfræðingunum

Á veirutímum lærðum við mjög mikilvæga lexíu: Sérfræðingar eru bara menn eins og við og þeirra túlkun á gögnum og rannsóknum í mörgum tilvikum engu betri, og jafnvel mun síðri, en túlkun venjulegs fólk úti í bæ.joh1

Stundum ljúga þessir sérfræðingar, blákalt, eins og þeir fái borgað fyrir það (sem þeir fá).

Þessa lexíu er ég að læra aftur í nýjustu jarðskjálfta- og eldvirknitímabilum á Reykjanesi. Sérfræðingarnir ákváðu að byggja vegg til að stöðva hraunflæði til Grindavíkur. Núna kemur í ljós að sá veggur liggur á nýjustu sprungunni sem opnaðist á stað sem sérfræðingarnir höfðu ekki spáð fyrir um. Það gerði hins vegar maður úti í bæ, þá þegar 22. desember, með ítarlegum rökstuðningi. Sömuleiðis sá hann fyrir upphaf eldgoss, bæði þess sem núna er hafið og þess sem kom á undan, með nokkura klukkustunda fyrirvara og vel á undan Almannavörnum ríkisins sem ættu að hafa varað verktaka við en gerðu ekki.

joh2Kannski er leikmaðurinn úti í bæ bara búinn að vera heppinn. Búinn að fá Yatzy þrisvar í röð og mun ekki takast það aftur. Kannski eru hans spár engu merkilegri en annarra. Ég meina, þótt færeyska handboltalandsliðinu takist að landa jafntefli á móti því norska þá blasir við að hið norska er yfir það heila betra, ekki satt? 

En núna er ekkert jafntefli. Núna er staðan svona:

Leikmaður 3 - Sérfræðingar 0

Ég veit á hvern ég veðja í næstu umferð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband