Veirufréttir snúa aftur - gera veirutímar það líka?

Kannski er ég orðinn vænisjúkur en mér finnst veirufréttir vera að skjóta oftar upp kollinum upp á síðkastið. Þær koma úr ýmsum áttum: Sprautur þetta og dauðsföll hitt. Ein slík frétt er alveg samhengislaus frétt á mbl um fjölda dauðsfalla á heimsvísu vegna drápsveirunnar ógurlegu. Tíu þúsund dauðsföll á dag! Sjö milljónir í lok seinasta árs, á heimsvísu! Hljóma eins og stórar tölur en eru það ekki. 

Þegar þetta er skrifað hafa, á heimsvísu, dáið, í dag, rúmlega 110 þúsund manns skv. Worldometer. Meðaltalið í ár er um 167 þúsund einstaklingar á dag eða tæplega 7 þúsund á klukkutíma skv. WorldPopulationReview, og því eiga ennþá eftir að deyja tæplega 60 þúsund manns í heiminum í dag.

Hjarta- og æðasjúkdómar draga flesta til dauða, næst koma heilablóðföll og þar næst lungnasjúkdómar skv. WorldAtlas. Banaslys í umferðinni eru í tíunda sæti, sem er athyglisvert.

Svona tölur veita samhengi. Einhver handahófskennd tilvitnun í manneskju sem fær borgað fyrir að hræða okkur ekki. Manneskja sem er vel á minnst starfsmaður WHO sem enn þann dag í dag lætur frá sér svona vitleysu:

Frá og með nóvember 2023 höfðu 72% fólks um allan heim fengið að minnsta kosti einn skammt af COVID-19 bóluefni, en 13,6 milljarðar skammtar voru gefnir um allan heim, sem komu í veg fyrir alvarleg veikindi og sjúkrahúsinnlagnir fyrir milljónir manna.

**********

As of November 2023, 72% of people worldwide had received at least one dose of a COVID-19 vaccine, with 13.6 billion doses administered around the world, preventing severe illness and hospitalizations for millions of people.

Kannski er verið að brugga eitthvað - nýjan heimsfaraldur eða samfélagsógn, einhvern sjúkdóm X. Eina lausnin er að innleiða fasisma, aukið eftirlit, takmarkanir á tjáningarfrelsi, yfirtöku á eignum, árásir á hagkerfið og lífsviðurværi fólks, kjánalegar grímur og auðvitað þvingaðar lyfjagjafir, ekki satt?

Kannski er ekki verið að brugga neitt. Þeir sem fengu völd og athygli á veirutímum eru fullkomlega sáttir við að vera komnir aftur á bak við litlaust skrifborð, fjarri hljóðnemunum. Öll fínu tölvukerfin fá að fjara út í aldanna rás. Yfirvöld hafa tapað blóðbragðinu úr munninum. Þeir sem sáu mikil tækifæri í veirutímum til að knýja á sín hugðarefni hafa sætt sig við að þurfa einfaldlega að keppa á markaði hugmynda. 

En það er ólíklegt.


mbl.is Segir 10 þúsund deyja úr Covid í hverjum mánuði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband