Laugardagur, 6. janúar 2024
Að kæfa atvinnufrelsið: Daglegt brauð
Ráðherra bannaði fyrir ekki löngu síðan atvinnustarfsemi. Allir vissu í raun að það var ólöglegt en núna hefur það loksins verið skrifað í álit.
Sumir hafa kallað eftir afsögn þess ráðherra en það virðist bara vera undir þeim ráðherra komið. Ráðherrastarf er vel launað - af hverju að segja sig frá því?
Í stærra samhenginu sést auðvitað að ráðherrar geta bannað hvað sem þeir vilja og nema því sé mætt með mótmælum, kærum og látum að þá kyngja því allir. Veirutímar voru löng runa af ráðherrum og embættismönnum þeirra að banna atvinnustarfsemi, skólastarf, félagsstarf, kirkjustarf, ferðalög og jafnvel brúðkaupsveislur, og er þá upptalningin frekar takmörkuð.
Skilur fólk ekki að stjórnarskráin og lögin eru bara dauður pappír nema venjulegt fólk veiti yfirvöldum aðhald?
Það er ekki hægt að treysta yfirvöldum fyrir réttarríkinu - því að það gildi lög sem lýsa því skýrt hvað má og hvað má ekki.
Það er ekki hægt að treysta ráðherrum, embættismönnum, dómurum, sýslumönnum og lögreglumönnum - það þarf í sífellu að minna svona fólk á lögin og mannréttindin.
Réttarríkið byggist ekki á texta á pappír og fínum titlum. Það byggist á því að fólk sé á verði og vakandi yfir tilraunum hins opinbera til að kæfa, svæfa og slæva frjálst samfélag.
Það kemur ekki á óvart að ráðherra sem tók atvinnustarfsemi í sambandi fái að sitja áfram. Íslendingar létu kúga sig í 2 ár til að forðast veiru. Þeir eru góðir læmingjar. Þeir eiga fáa góða stjórnmálamenn. Þeir trúa ennþá á fjölmiðla. En ég sé bresti í þessari trúgirni og vona að þeir verði sem hraðast að stórum sprungum sem fá hana til að hrynja, gjarnan á einni nóttu.
En í millitíðinni er gott að tileinka sér lífsstíl þar sem réttlætiskennd og samviska er ríkjandi hugarfar, frekar en bara það að fylgja seinustu fyrirmælum yfirvalda.
Kallar eftir afsögn matvælaráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:49 | Facebook
Athugasemdir
Það er nú ekki á hverjum degi sem ég horfi á aulabatteríið RÚV, en renndi aðeins yfir fréttirnar í fyrrakvöld þar sem kom fram að ástandið á Landspítalanum hefur aldrei verið verra að sögn Más Kristjánssonar og nú. Það eru svo miklar sýkingar að það þarf að nota hvert skumaskot og allt á barmi örvæntingar. Skýringin á þessu ástandi að mati Más var að þetta væri vegna sóttvarna í covidinu þar sem við hefðum misst af svo mörgum sýkingum sem við værum að fá yfir okkur núna. M.ö.o. fyrrverandi sóttvarnir eru að skapa neyðarástand núna og sóttvarnir aftur komnar í gang. Sem sagt búið að viðurkenna að sóttvarnir eru verri en gagnslausar en samt skulum við búa við sóttvarnir. HALLÓ
Kristinn Bjarnason, 6.1.2024 kl. 23:31
"Más var að þetta væri vegna sóttvarna í covidinu þar sem við hefðum misst af svo mörgum sýkingum..."
Þetta er VAIDS.
Ásgrímur Hartmannsson, 7.1.2024 kl. 00:08
Svandís er hokin af reynslu að brjóta lög. Hún hefur fengið á sig dóma fyrir slikt en hristir bara hausinn og segist vera í pólitík. Það var reyndar líka Sigríður Andersen, en hún vék þegar áhöld voru um athafnir hennar. Líka Bjarni. Nýlega varð Svandís afturreka með kolólöglegan samning við Matís, en enginn fær svo mikið sem áminningu.
Mottoið er: Ráðherrann sem hefur lopahúfurnar, treflana og kröfuspjöldin með sér í liði situr sem fastast, hinir víkja. Þannig virka lögin á Íslandi.
Ragnhildur Kolka, 7.1.2024 kl. 11:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.