Afnám skattheimtu

Þau eru ekki öll þingmálin sem rata í fjölmiðla. Það er góð ástæða fyrir því: Flest eru eitthvað drepleiðinlegt kjaftæði sem breytir engu fyrir engan en er frekar líklegra en hitt til að þenja út báknið.

Ég rakst þó á mjög jákvæða tilbreytingu á þessu: Frumvarp 678/154 um breytingu á lögum um tekjuskatt, nr. 90/2003.

Frumvarpið er lítið og létt og ætti því ekki að stranda í nefndarvinnu eins og önnur góð mál:

1. gr.
Í stað orðanna „16 ára“ í 6. gr., 1. og 5. mgr. 58. gr. og 64. gr. kemur: 18 ára.

2. gr.
Lög þessi öðlast þegar gildi.

Hérna er sem sagt verið að leggja til að afnema heimtu tekjuskatta á ólögráða einstaklinga. Ekkert er sjálfsagðara finnst mér. Hér er um leið verið að tala um algjört afnám skattheimtu á laun þessara einstaklinga, eða eins stóra skattalækkun og hægt er að hugsa sér.

Sjálfsagt er að nafngreina þau sem standa að þessu góða frumvarpi:

Flm.: Diljá Mist Einarsdóttir, Ásmundur Friðriksson, Berglind Harpa Svavarsdóttir, Birgir Þórarinsson, Hildur Sverrisdóttir, Jón Gunnarsson, Njáll Trausti Friðbertsson, Vilhjálmur Árnason.

Nú er að vona að blaðamenn fylgist með málinu og sjái hvort þetta frumvarp nái fram að ganga og hvernig atkvæði falla: Hvaða þingmenn vilja kreista nokkrar krónur úr vösum duglegra 16-17 ára krakka og hverjir ekki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þetta myndi ekki breyta miklu í hinu stóra samhengi, en í greinargerð með frumvarpinu segir eftirfarandi um væntanleg áhrif þess:

"Áhrif á ríkissjóð eru talin óveruleg þar sem fæst börn á aldrinum 16 og 17 ára vinna meira en sem nemur skattleysismörkum. Þannig var álagður tekjuskattur á 16 og 17 ára um 13,5 millj. kr. árið 2022."

Guðmundur Ásgeirsson, 6.1.2024 kl. 16:18

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Guðmundur,

Þetta breytir engu fyrir ríkissjóð en slatta fyrir duglega krakka.

Yfirvöld vilja núna klípa í lífeyri fólks sem velur að búa erlendis til að bæta lífsgæði sín. Það mun engu breyta fyrir ríkissjóð en valda lífeyrisþegum miklum sársauka.

Flestir skattar skila litlu í ríkissjóð en valda þeim sem þurfa að greiða sársauka.

Það þarf að einfalda skattkerfið töluvert. 

Geir Ágústsson, 6.1.2024 kl. 18:44

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Einmitt það sem ég meinti, þetta skiptir litlu sem engu fyrir ríkissjóð, en talsverðu fyrir duglega krakka, sem væri hið besta mál.

Guðmundur Ásgeirsson, 6.1.2024 kl. 18:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband