Er Ólafur Ragnar ekki á lausu?

Þá er forsetinn í skræpóttu sokkunum á leið eitthvað annað og kannski úr landi þar sem hann ætlar að fylgjast með íslensku samfélagi frekar en að taka þátt í því.

Ekki skildi hann mikið eftir sig, sem var kannski ætlunin. Hann hafði mjög mikinn áhuga á íþróttamótum barna. Hann hvatti til útskúfunar á grundvelli lyfjagjafar á veirutímum. En að öðru leyti fór litlaus fræðimaður í stól forseta og varð litlaus forseti og verður nú litlaus áhorfandi að samfélaginu.

Maður veltir því þá fyrir sér hvort Ólafur Ragnar Grímsson sé ekki á lausu eða orðinn leiður á að boða bráðnun heimskautanna nú þegar þau eru kaldari en þau hafa verið lengi. Hann var svo sannarlega ekki litlaus forseti enda reyndur stjórnmálamaður sem stóð alla tíð í lappirnar - líka þegar Evrópusambandið og tindátar þess á Íslandi reyndu að vefja íslenskan almenning í skuldahjúp um alla eilífð.

Það gæti jú verið stutt í næsta áfall í heimshagkerfinu - afdollaravæðing, óðaverðbólga og fleira slíkt - og ekkert víst að Íslendingar hafi efni á því að vera með litlausan forseta með veik hné.

Auðvitað eru þeir fleiri sem geta staðið í lappirnar og á sínu. Má þar nefna Ögmund Jónasson og Davíð Oddsson - hugmyndafræðilega í stjórnmálum á öndverðum meiði en báðir skornir úr sama grjótinu. Eins mætti nefna Kolbrúnu Bergþórsdóttur. Þetta fólk gæti dugað vel í embætti forseta ef þingið sendir einhverja þvæluna til undirskriftar.

Ég vona að Íslendingar vandi sig hérna og rifji upp að einu sinni, fyrir ekki löngu síðan, þurfti almenningur að treysta á forseta sinn til að verja þá gegn ásælni útlendinga og íslenskra strengjabrúða þeirra á Alþingi og víðar. Ef forsetinn á þeim tíma hefði verið litlaus hryggleysingi er ekki víst að Ísland væri meðal ríkra þjóða í dag.


mbl.is Samkvæmisleikurinn hafinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"..að vefja íslenskan almenning í skuldahjúp um alla eilífð."  Eða eins og lýðskrumið og þjóðarsálin hrópar, hetjuleg barátta og mikill sigur.

Þögn er hinsvegar um hvernig tilboðið hljómaði og hverjar afleiðingar hetjulegrar baráttu og sigurs voru. Það er eitthvað sem ekki má tala um. Niðurfelling á þriðjungi skuldarinnar og skuldin greitt upp á fimm árum með venjulegum vöxtum var boðið. Það vildum við hinsvegar ekki. Kusum að greiða að fullu alla skuldina með dráttarvöxtum frá hruni strax og evra kom í kassan. Kostaði að vísu það að kreppan varði einhverjum árum lengur, bankarnir færðust til skuldabréfaeigenda og ekkert var til í ríkissjóði til að aðstoða heimilin.

En var það ekki þess virði að setja nokkur þúsund heimili á nauðungaruppboð, bankana í hendur vogunarsjóða og fyrirtækin í gjaldeyrisfjötra til að sýna sjálfstæði okkar og viðskiptavit? Hvað er nokkur hundruð milljarða kostnaður og massífur brunaútsölu flutningur verðmæta til útlendra fjárfesta ef möguleiki gefst á að sýna viðsemjendum fingurinn? Þess virði, segja þeir sem ekki misstu heimili sín eða/og fyrirtæki. Lengi lifi Óli Skattmann Grís, skattaglaðasti fjármálaráðherra og síðan dýrasti forseti frá lýðveldisstofnun! 

Vagn (IP-tala skráð) 2.1.2024 kl. 17:13

2 Smámynd: Grímur Kjartansson

Eins og dæmin sýna þá er líklegra að sá sem kann flesta fimmaurabrandara verði kosinn en sá sem ber hag alþýðu Íslands fyrir brjósti
Svo er líka sterkt að getað safnað helling af peningum 
Því þá er hægt að kaupa her af almannatengslafulltrúum og netskrifurum
og jafnvel hafa áhrif á hvernig fylgiskannarnir eru kynntar

Grímur Kjartansson, 2.1.2024 kl. 18:58

3 identicon

Eins og dæmið um forsetaframboð Davíðs Oddssonar sýnir þá er ekkert líklegra að sá sem kann flesta fimmaurabrandara verði kosinn en sá sem ber hag alþýðu Íslands fyrir brjósti. Svo virðist honum hafi ekki reynst sterkt að getað safnað helling af peningum. Honum tókst að kaupa her af almannatengslafulltrúum og netskrifurum
og jafnvel haft áhrif á hvernig fylgiskannarnir voru kynntar en tapaði samt. Sennilega hefur alþýðan munað þátt hans í hruninu og talið hann betur kominn í Hádegismóum en á Bessastöðum.

Vagn (IP-tala skráð) 2.1.2024 kl. 19:16

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ætli Vagn hafi ekki sett nýtt persónulegt met í því að snúa staðreyndum algjörlega á hvolf í fyrstu athugasemd hér að ofan.

Gleðilegt ár.

Guðmundur Ásgeirsson, 2.1.2024 kl. 19:55

5 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Litlaus maður í litlausum sokkum...

Er ekki hægt að fá ChatGTP til þess að bjóða sig fram?  Það er meiri karakter í því kvikyndi.

Guðni T var til þess að hlæja að, ekki með.

Ásgrímur Hartmannsson, 2.1.2024 kl. 20:37

6 Smámynd: Grímur Kjartansson

Tek undir með Guðmundi þetta eru listileg spegilskrif hjá Vagn

en ég var nú með Jón Gnarr í huga en ekki Davíð við mín skrif

Grímur Kjartansson, 3.1.2024 kl. 03:12

7 Smámynd: Geir Ágústsson

Áhugaverður athugasemdaþráður þar sem hlutum er snúið á haus, Davíð kemur á undan upp í hugann en Jón Gnarr þegar minnst er á fyndni og hlutverk peninga í kosningabaráttu rætt. 

Annars má nú ekki gleyma því að Guðna var teflt fram frekar seint á sínum tíma og enn er langt í kosningar. Ólafur Ragnar hefur því tíma til að hugsa málið.

Geir Ágústsson, 3.1.2024 kl. 06:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband