Föðurleysið

Um daginn datt ég inn á alveg magnaða tölfræði um mögulegar afleiðingar þess fyrir börn að vera án föður eða föðurímyndar í lífi sínu. Svimandi hátt hlutfall allskyns glæpamanna eiga það sameiginlegt að hafa ekki haft föður í lífi sínu. 

Ég leyfi mér því að hafa miklar áhyggjur af nokkrum börnum sem eru falin frá föður sínum eftir að hafa verið heilaþvegin svo mánuðum skiptir til að vilja ekkert með hann hafa:

Drengirnir séu í umsjá vina og vandamanna ... og að ekki sé hægt að segja að þeir séu í felum – þeim líði vel.

Og þetta bara má, afleiðingalaust. Móðirin í grjótinu fyrir ítrekuð lögbrot og börnin á vergangi, haldið með andlegum og líkamlegum ráðum frá föður sem vill fá þau, og á rétt á því lögum samkvæmt, enda eini forráðamaður þeirra eftir að hafa prófað sameiginlega umgengni og uppskorið ekkert nema tálmun.

Hvað er langtímaplanið hérna? Jú, auðvitað að gera þessi börn föðurlaus. Í staðinn tekur við kærasti mömmunnar sem þekkir þau lítið sem ekkert. 

Nú er að vísu ekkert óalgengt að börn á Íslandi séu gerð föðurlaus. Oft er þetta gert með því að gera þá gjaldþrota og hrekja þá í sjálfsvíg þegar þeir sjá ekki fram á neinar leiðir til að taka við börnunum og sjá um þau, enda búið að hreinsa launin af þeim áður en þau svo mikið sem enda á bankabókinni. Önnur aðferð er að beita tálmun og ræða einstæðar mæður sín á milli um að slíkt sé afleiðingalaust. Foreldrafirringin - það að gera börn afhuga föður sínum með stanslausum heilaþvotti - er líka gott ráð. 

Kannski er hérna komin rótin af allskyns öðrum vandamálum barna á Íslandi og sérstaklega drengja: Versnandi námsárangur, brottfall ungmenna úr námi og ýmislegt fleira.

Kannski er hratt lækkandi fæðingartíðni á Íslandi ekki sprautunum að kenna heldur því að karlmenn þora hreinlega ekki að eignast börn með íslenskum konum lengur. Slíkt gæti verið ávísun á líf á hrakhólum með tómt veskið.

En sem sagt, einhvers staðar á Íslandi eru börn geymd í einhverju herbergi eða kjallara eða sveitabæ eða sumarbústað af því allt er betra en að þau séu með föður sínum.

Og lögreglan gerir ekkert.

Viðbjóður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Feminískir aktivistar efndu til enn einnar hysterískrar samkomunnar síðasta vor þar sem þær gátu fundið fró í því að upplifa sig sem fórnarlömb feðraveldisins, en fóru svo heim og nutu þess að vera undir verndarvæng og á framfærslu karla.

Konur eru börn en það kemur að því að þolinmæði karla brestur og þessum vanþakklátu börnum verði varpað á dyr og þeim verði gert að sjá um sig sjálfar.

Það eru til dæmi um mæðraveldi í heiminum á okkar tímum, á Papua- Nýju Guineu, í Amazon frumskóginum og víðar.  Þessi samfélög eiga það sameiginlegt að þau eru föst á steinöld.  Ef ekki væri fyrir karla þá byggju konur alsberar í hellum eða trjákofum og skeyndu sér á laufblöðum.

Bjarni (IP-tala skráð) 15.12.2023 kl. 00:32

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Líklega er þetta alveg laukrétt ályktun hjá Geir og að einhverju eða mestu leyti hjá Bjarna, þó ég þori ekki alveg að taka upphátt undir laufblaða kenninguna, þó skemmtileg sé, minnugur þess hverjar fara með nær öll völd í biluðu þjóðfélagi okkar.

Vonandi verður ekki tilefni fyrir Geir að vitna síðar til gæða þessar teoriu sinnar hvað þessa umtöluðu bræður snertir, en í fúlustu alvöru, þá var fyrir tveimur til þremur áratugum lítilli stúlku rænt og flogið hingað í umtöluðu máli, en án þess að hafa neinar sönnur fyrir því, þá kvisaðist að hún væri einmitt ljóslifandi dæmi um hvernig farið gæti oftar en ekki fyrir þessum fórnarlömbum (sem þau auðvitað eru) - án þess að fara nánar út í þá sálma.

Jónatan Karlsson, 15.12.2023 kl. 02:17

3 Smámynd: Daníel Sigurðsson

Þetta eru alíslensk börn og því eðlilegra að þau búi á Íslandi en erlendis.

Móðurhlutverkið er föðurhlutverkinu æðra enda verða börnin til í líkama hennar og þroskast þar til þau fæðast, auk þess sem móðirin leggur til brjóstamjólkina. Móðirin leggu barnninu því margfalt meira til en faðirinn í tilurð þess og þroska.

Að mínu mati er það glæpur að hrifsa börn af móur þeirra og afhenda þau föðurnum en ekki öfugt nema móðir þeirra hafi gerst sek um vítaverða vanrækslu barnanna og þau vilji alls ekki búa hjá henni.

Norski dómurinn um forræði barnanna er í skötu líki þar sem móurin á aðeins að fá að dvelja með þessum sonum sínum hlálega litinn tíma á ári.

Faðirinn á í þessu tilfelli einfaldlega að sjá sóma sinn í því að flytja til Íslands vilji hann eitthvað hafa með börnin að sælda.

 

Daníel Sigurðsson, 15.12.2023 kl. 15:08

4 Smámynd: Daníel Sigurðsson

móðirin en ekki móurin átti þettaað vera

Daníel Sigurðsson, 15.12.2023 kl. 15:17

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Daníel,

Athugasemd þín tekur í engu á löngum aðdraganda þess að móðirin er í grjótinu fyrir ítrekuð lögbrot og börnin nú án föður og móður. Nú fyrir utan að þeir hafa aldrei búið a Íslandi, sem er samt aukaatriði.

Eiga fangelsismálayfirvöld kannski að innrétta herbergi fyrir börnin?

Eða ertu að lýsa yfir frati á lög sem banna brottnám barna?

Sem faðir er mér skapi næst að senda þér vel valinn lista af blótsyrðum. En ég vona að þú kunnir þér málið og móðir athugasemdir þínar við málsatvik. Kannski ertu hlynntur því að feður séu réttdræp gólfteppi - þá það, og sammála um að vera ósammala.

Geir Ágústsson, 15.12.2023 kl. 16:08

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Geir.

Við pabbarnir erum nauðsynlegir, líka seinna sem afar.  Er ekki búinn að gleyma góðri færslu þinni um hvað þú lagðir á þig á kóvid tímum að láta börn þín heilsa uppá afa sinn, þó gler og gluggar væru á milli.

Ofstopi og ofríki mæðraveldisins er þekkt, margur ágætis drengurinn hefur þurft að lúffa öllu til að fá lágmarks umgegni við börn sín eftir skilnað, þekki eitt sterkt dæmi þar sem aðeins viðrini myndu skíta út viðkomandi vegna kyn hans, lögin voru með honum, en kerfið, mannað vel menntuðum, vel meinandi konum, með hinar og þessar gráður, áttu allar það sameiginlegt að horfa í gegnum stóra fingur (sbr. tröllafingur) gegn brotum móðurinnar.  Og í stað þess að fórna þó þeim samskiptum sem hann hafði, sem voru eiginlega engin, þá kaus hann þau fram yfir einhvern meintan rétt sem femínistar kerfisins, staðráðnar í að skilgreina alla fráskilda feður sem hugsanlega kynferðisofbeldismenn, nauðgara, kvenkúgara eða eitthvað sem Háskóli Íslands fóðrar þær á í menntun sinni, þá ákvað hann að gagna svipugöngin, og sú auðmýkt skilaði sér smán saman í meiri umgengni hjá móður sem gekk ekki þannig séð heil til skógar.

Já, já Geir, þú pistlaðir um innri kvalir þínar um að verða góður námsmaður, því getur þú alveg haldið þræði í gegnum setningu sem lýtur stjórn kommma, og aftur komma, það er ,,,,,,.

Ég er mikið sammála pistli þínum og rökfærslu, eins og oft áður, enda andleg tengsl milli okkar úr frændgarði Bjarts, og ykkar sem létu Hayek og Friedman rugla í ykkur, en rökin eru jafngóð þó það sé ekki vitnað í enn eina félagsfræðikönnunina um þetta og hitt.

Veistu hvað nálgun félagsfræðinga er leiðinleg til lengdar???

Það þarf ekki að rannsaka það, það þarf ekki að deila um það.

Börn þurfa föður í lífi sínu, náttúruvalið ákvað það, og ekkert í rétthugsun afneitunar þekkingar getur því breytt.  Og þeir sem hrista hausinn, geta spurt hornsílin um þetta föðurhlutverk.

Sumt er það augljóst að það á ekki að þurfa að pistla um það.

Og það er mikið að þegar þess þarf.

Kveðja út í Danaveldi um hóflega notkun á kóvid sóttvörnum, kennda við bruggeríið Tuborg, megi slík sóttvörn lengi lifa.

Að austan engu að síður.

Ómar Geirsson, 15.12.2023 kl. 17:18

7 Smámynd: Geir Ágústsson

Ómar,

Takk fyrir athugasemd þína. 

Ofstopi og ofríki mæðraveldisins er þekkt, margur ágætis drengurinn hefur þurft að lúffa öllu til að fá lágmarks umgegni við börn sín eftir skilnað

Þekki einmitt eitt svona dæmi, mjög vel. Tálmun, foreldrafirring, endalausar kröfur um að borga og borga sem svo er gert í von um að fá að veita barni nærveru föður. 

Ég hef meira að segja áreiðanlegar heimildir fyrir því að starfsmaður sýslumanns hafi reynt að sannfæra móður, og fyrrverandi eiginkonu sjómanns, um að loka algjörlega á umgengni föður við börn. Hún mótmælti, en samt var haldið áfram að sannfæra hana um ágæti þess að halda föður úr lífi barnanna. 

Það er síðan auðvelt í fyrirkomulagi meðalags- og mæðralauna að sannfæra konur um að gera manninn að féþúfu frekar en föður. Mér skilst að það sé reiknivél í smíður sem stillir því upp.

Núna fá lesendur vísir.is bráðum að kjósa um Mann ársins, og er þar á meðal ákærður barnaræningi og margfaldur lögbrjótur, fjársvikahrappur og flóttamaður frá einni brunarúst yfir í aðra. Verði Íslendingum að góðu ef sú manneskja verður fyrir valinu, og kannski bara gott á þá.

Geir Ágústsson, 15.12.2023 kl. 19:08

8 Smámynd: Daníel Sigurðsson

Sæll Geir minn.

Það hlaut að koma að því að við yrðum eihvern tíma ósammála sem virðist hafa gerst nú.

En mér þykir leitt ef þessi skoðun mín, sem ég viðra þarna, hefur komið þér í uppnám.

Það er misskilningur hjá þér ef þú heldur að ég hafi ekki kynnt mér málið og málsatvik.  Vissulega einskorðast upplýsingar þær sem ég hefi af málinu við umfjöllun fjölmiðla.

En þrátt fyrir að þessi kona hafi vissulega brotið lög þá blasir við í umfjöllunum þessa máls að brotið hafi verið á henni og hennar rétti og það af yfirvöldum.

Faðirinn er greinilega ekki heldur með hreinan skjöld, hvorki gagnvart henni eða börnunm sem er alls 5 talsins.

Þín staðhæfing að synirnir hafi aldrei búið á Íslandi er röng.  Þeir hafa nú búið samfellt í um eitt og hálft ár á Íslandi og búa enn.   Auk þess, að eftir að  móðir þeirra flutti 2017 fyrst til Íslands, fékk hún börnin reglulega til landsins í umgengni, með samþykki föðursins og þá bjuggu þeir náttúrlega hjá henni.

Hvað fær þig til að halda að ég sé að lýsa yfir frati á lög sem banna brottnám barna?

Skynsamur maður eins og þú veist að stundum brýtur nauðsyn lög.  Einmitt þess vegna  virðast íslensk stjórnvöld mjög hikandi við að fullnægja dómsniðurstöðum í þessu máli, annars væri búið að senda drengina til Noregs.   

Í þessu tilviki er það móðir sem leggur það á sig að sitja í fanggelsi fremur en að treysta föður barnanna fyrir velferð þeirra enda virðist hann langt í frá hafa hreinan skjöld og vera traustsins verður.

Þó svo að þér mislíki afstaða mín þá máttu ekki láta uppnám þitt hlaupa með þig í gönur. 

Sem efnafræðingur (ef ég man rétt) veistu að gólfteppi eru líflaus og því ekki unnt að drepa.

Mér virðist þú sjálfur þurfa að kynna þér betur málsatvik.

Ég ráðlegg þér að lesa yfir eftirfarandi lesefni:

 

Móðirin sem nam syni sína á brott stígur fram - „Það er svo bilað ofbeldi sem átti sér stað þennan morgun"  - DV

Daníel Sigurðsson, 15.12.2023 kl. 20:34

9 Smámynd: Geir Ágústsson

Daníel,

Þú ert að vísa í viðtal við Eddu. Drottningarviðtal eins og það kallast stundum þegar viðtalið er algjörlega einhliða. Ég þekki vel slík viðtöl og notagildi þeirra, bæði við hana og aðra.

Ertu búinn að lesa þýðingu Nútímans á norskum dómsskjölum? Íslensk dómsskjöl allra íslenskra dómsstiga sem staðfesta ályktanir þeirra norsku?

Þú talar um að það "[móðurin] á aðeins að fá að dvelja með þessum sonum sínum hlálega litinn tíma á ári", án þess að útskýra af hverju hún ætti að fá aðra kosti, gefið að hún nýti hvert tækifæri til að eitra fyrir orðspori föður þeirra. Þetta kemur mjög skýrt fram í dómsskjölum, og er ekki ákveðið án tilefnis. 

Gefið að þú hafir vísað í drottningarviðtal og ekki vísað í neitt í dómsskjölum þá tel ég mína upplýsingaöflun vera alveg í ljómandi ásigkomulagi.

Eftir standa tilfinningarökin: Sama hvað móðir leggur á börn sín - að flytja frá þeim, svífa síðan aftur inn, fá allt sem hún vill, reyna svo að hindra nærveru við föður, ræna þeim að lokum - þá bara eiga þau að verða föðurlaus.

Getum alveg verið sammála um að verða ósammála, en vonandi á sama grundvelli upplýsinga.

Geir Ágústsson, 15.12.2023 kl. 21:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband