Ekki-vandamál búið til af konum

Sálfræðingar segja okkur að drengir hafi að jafnaði meiri áhuga á hlutum en stelpur, og að stelpur hafi að jafnaði meiri áhuga á fólki en strákar, og að þetta sjáist einnig í fullorðnu fólki þar sem karlmenn velja sér að jafnaði starfsvettvang þar sem er átt við hluti frekar en fólk, og konur öfugt. Þessi kynjamunur í vali sé þeim mun öfgafyllri eftir því sem jafnrétti kynjanna er meira.

Það er ekkert að þessu og mér finnst svona lagað ekki einu sinni koma mér á óvart.

Við vitum alveg að meirihluti bifvélavirkja eru karlmenn og að meirihluti hjúkrunarfræðinga eru kvenmenn. Enginn þvingaði neinn í neitt nám. Svona er þetta bara. 

En þetta er víst vandamál. Kvennastéttirnar svokölluðu borga víst ekki alveg jafnvel og karlastéttirnar. Verkfræðingar sem hanna brýr fá meira í laun en hjúkrunarfræðingar á dagvakt sem sinna sjúklingum og kennarar sem troða námsefni ríkisins í hausinn á krökkunum okkar.

(Tökum hérna eftir því að kvennastéttirnar svokölluðu eru mikið til í eigu hins opinbera og kjarasamninga þess, en afskrifum svo um leið sem aukaatriði.)

Framboð og eftirspurn, gæti einhver sagt, en enginn er að hlusta.

Og gott og vel. Segjum að tveir vélaverkfræðingar, annar kona og hinn karl, hendi sér í barneignir saman. Hvort þeirra ætlar að leggja meiri áherslu á heimilislífið, t.d. með því að minnka við sig vinnu og færa persónuafsláttinn að hluta á maka sinn? Konan! Hún hreinlega biður um það. Hún reiknar með því. Hún vill það. Hún tekur ekki annað í mál. Karlinn þarf einfaldlega að skaffa. Það er byrði á hans herðum.

(Ekki alltaf, eins og einn góður vinur minn er dæmi um, og hans ágæta kona og vinkona mín sem fór á framabraut á meðan hann var meira heima við, en yfirleitt.)

Mætir þá ekki kynjafræðingurinn á völlinn og flautar og gefur rauða spjaldið. Þetta er vandamál! Verkaskipting heimilanna er vandamál! Samnýting persónuafsláttar er vandamál! Frjálsar samningaviðræður hjóna og para er vandamál! 

Af hverju?

Jú, af því tölfræðin segir okkur að peningar skipti öllu máli og að konur séu að þéna minna af þeim en karlmenn! Meira að segja í tilviki hjónabanda, þar sem fjárhagur er nokkuð sameiginlegur, er þetta kallað vandamál (en er það ekki).

Hvað vilja menn þá gera í staðinn? Þvinga konur gegn vilja sínum til að taka að sér löngu vaktirnar á meðan karlmennirnir eru heima að sjá um krakkana og eiga við skólann? 

Nei, veistu, þessi umræða er komin út í skurð. Það ríkir algjört jafnrétti sem veldur því að konur og karlar fá að velja og hafna á eigin forsendum. Allir mælikvarðar sem segja að jafnréttið sé minna en algjört eru rugl, og allar skýrslur sem bera slíkan boðskap eiga heima í hringrásarhagkerfinu og breytast í klósettpappír.


mbl.is „Ótrúlega skýr skipting á milli foreldranna“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Árnason

Góður, bara eitt sem passar. Amen.

Haukur Árnason, 30.11.2023 kl. 11:19

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Geir.

Það var greinilega upplit hjá þér í Danaveldi þegar þú ákvaðst að eyða tíma þínum í að aflífa forheimsku og hálfvitahátt.

Fátt við að bæta, allavega get ég það ekki. Mér dugar tilvitnun í orð þín; "Nei, veistu, þessi umræða er komin út í skurð. Það ríkir algjört jafnrétti sem veldur því að konur og karlar fá að velja og hafna á eigin forsendum.".

Svona hér á Íslandi er það heimskasta við þessa meintu háskólalegu greiningu, og þá vísa ég í að rannsakendur og greinendur voru kvenkyns, að fólk veit betur.

Það er svo langt síðan að karlar réðu einhverju á heimilum landsins.

Og það er óþarfi að hæða sáttina, að baki slíku hlýtur alltaf að liggja annarleg sjónarmið.

Eins og mikið hafi ekki fengið nóg.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 30.11.2023 kl. 17:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband