Leit að hugmyndum til að mjólka óttaslegin fyrirtæki

Mér var um daginn bent á snjalla viðskiptahugmynd sem mig langar til að prófa.

Hún gengur á að koma á auga á eitthvað vandamál, helst ímyndað, og búa til fyrirlestur eða bók eða námskeið eða eitthvað slíkt, og reyna að selja. Áskorunin er sú að enginn einstaklingur er tilbúinn að borga fyrir þvættinginn úr eigin vasa og nennir varla að taka við efninu gjaldfrjálsu, en það gerir ekkert til. Mörg fyrirtæki með alltof stórar starfsmannadeildir eru alltaf að leita að einhverju til að gera eða segja til að þóknast háværum róttæklingum. Þau kaupa námskeiðin, bækurnar og fyrirlestrana og þröngva ofan í kokið á lánlausum starfsmönnum sínum, gefa þeim bækurnar í jólagjöf og fylla innri síðu fyrirtækisins af efninu.

Á spena fyrirtækja er engin ástæða til að bjóða upp á hagstæð verð. Ómerkilegasta bók getur borið fleiri þúsund króna verðmiða. 

Nú vil ég ekki afhjúpa nafn frumkvöðlanna á þessu sviði. Þeim gengur víst bara vel og ekki ástæða til annars en að óska þeim góðs gengis. Ég er hérna að leita að nýrri þvælu til að gera að minni. Eitthvað sem fær mannauðsdeildirnar til að öskra af gleði og forstjórana sem fjármagna þær til að opna veskið upp á gátt. 

Geta lesendur aðstoðað mig?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Sálfræðiþjónusta vegna alskyns "vandamála" á vinnustað
Mannauðsstjórinn og aðrir yfirmenn eru ótrúlega fljótir að losa sig við hvers kyns óþægileg mál með því að útvista þeim til sálfræðistofa
sama hvað það kostar

Grímur Kjartansson, 24.11.2023 kl. 08:57

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

ESG?

Guðmundur Ásgeirsson, 24.11.2023 kl. 15:33

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Guðmundur,

Fín hugmynd, en of seint í rassinn gripið þar því þetta ESG-ævintýri er að fjara út eins og BBC (af öllum!) rekur að sumu leyti ágætlega hérna:

How 'ESG' came to mean everything and nothing - BBC Worklife

Geir Ágústsson, 24.11.2023 kl. 19:07

4 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Komum með eitthvað framsækið og róttækt:

"Matreitt úr fóstrum: eldamennska eftir heima-fóstureyðingu."

Eða hvað með: "Nekrófílía fyrir byrjendur."

Of framsækið?

Ásgrímur Hartmannsson, 24.11.2023 kl. 23:14

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Ásgrímur,

Ekki galin hugmynd nú þegar ESG er við það að bráðna í niðurfallið.

https://www.zerohedge.com/markets/esg-grift-endgame-deutsche-cio-now-says-oil-companies-have-place-esg-funds#google_vignette

Geir Ágústsson, 26.11.2023 kl. 16:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband