Sunnudagur, 19. nóvember 2023
Stækkum tengslanetið
Um daginn barst mér vinabeiðni á fjésinu frá ungum manni sem hafði lesið ýmis skrif mín og taldi sig vera nokkuð sammála mér í mörgum atriðum. Hann sendi mér síðan skeyti sem endaði á þessum orðum:
Er að tengjast ýmsum skoðana systkinum okkar.
Þetta fannst mér vera gott framtak sem ég hef hugleitt svolítið í kjölfar beiðninnar.
Á veirutímum var nánast óhjákvæmilegt fyrir mig að tengjast nýju fólki þvert á ýmsa hópa, og eðli málsins samkvæmt fór slíkt aðallega fram á samfélagsmiðlum. Þannig var hægt að halda geðheilsunni í geðveikinni og bólstra huga sinn af þekkingu og upplýsingum sem fjölmiðlar héldu rækilega frá okkur og gera jafnvel enn þann dag í dag.
En geðveikin nær lengra en til veirunnar. Pólitískur rétttrúnaður er orðinn að frekar umfangsmiklu trúarbragði sem nær til allra þátta lífsins, heldur úti sínum prestum sem sjá um að boða nýjasta sannleikann sem breytist frá degi til dags, og þenur sig út á kostnað venjulegs fólks. Trúarbrögðin skiptast í nokkra kafla, eða eins konar guðlaus guðspjöll, þar sem hefur allt í einu, á einhvern undraverðan hátt, sennilega í fyrsta skipti í sögunni, tekist að ná vísindalegri og pólitískri samstöðu sem ekki má gagnrýna. Má þar nefna:
- Maðurinn er að hita upp jörðina með losun á koltvísýringi í andrúmsloftið
- Einstaklingurinn er ekki af einhverju einu líffræðilegu kyni
- Lyfjagjöf er betri en ónæmi
- Sum stríð á að styðja með öllum ráðum - vopnum, fé, skrokkum
- Óleiðrétt heildarlaun allra karlmanna eiga að vera jöfn eða lægri óleiðréttum heildarlaunum allra kvenna (og gleymum ekki kvárunum sem hafa troðið sér inn í kvenréttindahreyfinguna án boðskorts)
Listinn er auðvitað lengri og menn eru sífellt að hrasa um einhvern rétttrúnaðinn sem er nýbúið að blása í. Þetta bitnar að vísu verst á þeim sem vilja vera rétttrúaðir því aðrir af því sauðahúsi eru vel vakandi fyrir minnstu frávikum og æða í eigin safnaðarmeðlimi með heykvíslarnar á lofti þegar þau uppgötvast.
Við hin, sem gerum grín að þessu eða andmælum, leikum okkur að því að misstíga okkur og fáum stundum í staðinn klaganir og kvartanir og tilraunir til þöggunar, nema meðalið sé að ráðast á pósthólf fólks. Það verður bara að hafa það.
En það er í þessu umhverfi að tengslanetið er mikilvægt. Ég tek gjarnan þátt í að stækka þitt, gefið að við séum samherjar (ekki endilega sammála um allt, en viljum opin og raunveruleikatengd skoðanaskipti, og svartur húmor skemmir ekki fyrir), og hvet fleiri til að hugsa á sömu nótum. Aldrei aftur á þeim að takast að loka okkur inni, ógna okkur með sprautunálum og drepa okkur úr einveru og þunglyndi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:24 | Facebook
Athugasemdir
Eina tengslanetið sem er einhvers virði, er sem allra lengst frá öllum skjám, og þá helst utandyra.
Guðjón E. Hreinberg, 19.11.2023 kl. 13:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.